Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 73
71
ef ekáldið hefði gengið þeejandi framhjá því, alla ekki komið því
að í vísunni, meira að segja tekið orðið mjöður fram yfir það, þótt
mjöður væri ekki heiti á öli. — Jeg fæ ekki betur sjeð en að alt
mæli með því að vísuhelmingur þessi (4.—tí. 1. í 34. v) hafi upp-
haflega hljóðað svona:
mungát jötnar,
en mjöð alfar;
kalla sumbl Suttungs vinir.
Þannig er fengin fullkomin regla í svarvísur Alvíss allar og þeim
jafnframt kipt í gott lag, sem höfðu verið aflagaðar. En það er
ekki að því leyti einu, sem kvæði þetta hefur spilzt Eins og áður
var getið hafa 2 ljóðlínur aflagast svo að fræðimönnum þykir enn
ósýnt hversu þær hafi verið í öndverðu; það eru síðasta lina í 4 v.
og næstsíðasta lina í 11. v. Hin fyrri er svo í Sæmundar-Eddu:
at saeÍN er giavfer xneþ godom
Línurnar 2 næstu á undan eru svo: varca ec heima — þa er þer
heitiþ var.
Hugo Gering og sennilega ýmsir aðrir, hafa skilið línuna svo: sá
einn, er gjöf er, með goðum, þ. e. »(ek var ekki heima þá er þér
var heitið brúðinni,) sá einn (o. eini), er (o. hverjum) gjöf (hennar)
er, með goðum*, — »sá einn með goðum, er það er (o. sem á rjett
til þess) að gefa (brúðina)*1 2 3 * * * *). Er at í byrjun línunnar þá ofaukið og
talið komið siðar inn eða sett þarna fyrir misskilning. Sophus Bugge
áleit að það hefði verið fært til, hafl upphaflega staðið og eigi að
standa á eftir orðunum »er gjöf er« og skilur línuna svo: »sá eini,
er gjöfina er að fá að, með goðum«a). Þetta getur ekki heitið eðli-
legt mál, þótt reynt sje að fá út úr því vit á þennan hátt. Senni-
lega á Þórr við sjálfan sig með orðunum »sá einn með goðum«,
sem virðast vera rjett. Þó gæti hugsast að hann ætti hjer við þann
— með goðunum —, sem hafði gert þau endemi, að heita dóttur
hans, að honum fjarverandi og fornspurðum — dverg »fyr jörð
neðan*. Er Loki liklegastur til þess. Samt verður ósýnt hversu lín-
an kann þá að hafa verið8). Eigi að taka orðin eins og þau standa,
1) Sbr. Lex. poet. s. v. gjöfer, og 3. útg. Hildibrands og H. Gerings af Eddn,
Paderborn 1912, bls. 155
2) Sbr. ntg. Bngge, bls. 402.
3) Þar eð skáldið virðist hafa litið svo á, að dvergarnir ættu heima „i heljn“
og Alvíss kveðst búa „fyr jðrð neðan“, verður jafnframt að álíta, að brúðnr hans
verði að „fara til heljar“, deyja, ef efnt skal heitið. Hjer virðist þvi jafnvel hafa
verið um eins konar fyrirhugað blót að ræða, eða fjörráð, ef Loki hefur unnið heitið,
sem liklegt er, eða á einhvern hátt valdið því að það var unnið; sbr. frásögnina um