Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 84
Skýrsla
I. Aðalfundur hins íslenzka Fornleifafjelags 1923.
Samkvæmt löglegu fundarboði var aðalfundur haldinn í lestrar-
sal Þjóðskjalasafnsins laugardaginn 1. desember 1923, kl. 6 síðdegis.
Formaður skýrði frá framkvæmdum og hag fjelagsins síðastlið-
ið ár. Var reikningur fjelagsins fyrir árið 1922 prentaður í árbók
fjelagsins 1923. Enn fremur skýrði formaður frá því, að hann hefði
samkvæmt samþykt síðasta aðalfundar sótt um aukinn styrk úr rík-
issjóði, en að sú umsókn hefði engan árangur borið.
Látist höfðu af fjelagsmönnum síðan á síðasta aðalfundi þeir
kaupmennirnir Eggert Laxdal á Akureyri og Einar Árnason i Reykja-
vík og herra hæstarjettardómari Halldór Daníelsson.
í stjórn fjelagsins voru embættismenn allir endurkosnir; í stað
Halldórs heitins Daníelssonar var Sigurður Þórðarson, fyrv. sýslu-
maður, kosinn endurskoðandi. Fulltrúar þeir, er úr gengu að lögum,
voru og endurkosnir.
Samþykt var að skora á formann fjelagsins, að reyna enn á ný
að fá styrk fjelagsins úr ríkissjóði hækkaðan á næsta alþingi.
Fleira var ekki gert. Eftir að fundargerð hafði verið lesin, sam-
þykt og undirrituð, sagði formaður slitið fundi.
II. Reikningur„hins íslenzka Fornleifafjelags áriö 1924.
Tekj ur:
1. Sjóður frá f. á.
a. í veðdeildarbrjefum 2400, rík-
isskuldabr. isl. 400, bæjarskulda-
brjef 200, hl.br. Eimskipafj.
100 kr.................... . kr. 3100 00
------------ kr. 3100 00
Flyt kr. 3100 00