Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 52
52
en samt hafa þeir ekki haft neinn sjúkling, nema hann Brennu-Brand,
sem lærbrotnaði, og má sveitin borga. — Akureyjar-öa«./an hefir
í allt haust legið upp á stakkstæðum, og þess vegna hefir
spánska skipið strandað, að sumir halda. Siemsens skip Spíka
strandaði á grandanum á nýársdagskvöld. Þetta eru okkar framfarir
og regla. — Kaupmannafundirnir eru enn lifandi, 2 í viku, og hafa
embættismenn fundi í sameining með þeim á miðvikudögum. Ekk-
ert held eg að þar hafi samt gerst merkilegt. — Handverksmenn
halda enn fundi með sér og hafa þeir mest talað um að byggja
hús í sameiníngu, með veizlu- og samkomu- eða skemti-sal niðri,
en með íbúðarherbergjum uppi, en óvíst er, að það verði nema orðin
ein; því samtökin vantar líklega. — Daufar vonir hefi eg með Al-
þingishúsið. Margir af okkar helztu og ríkustu stórbændum bölva
þegar þeir heyra það nefnt, og segja nú »að þeir vildu miklu heldur
gefa til íngólfs-myndar«, en helzt vilja þeir samt gefa penínga til
þess segja þeir: „að Alþing hœtti“, því alþingiskostnaðurinn halda
þeir að verði ógurlegur; ekki vantar fjörið og föðurlands-tilfinninguna.
Mér þykir heldur en ekki vera farið að grána gamanið milli
þeirra fyrirliðanna forngripasafnsins þarna ytra; eg las það í þessum
nýju árbókum. Mér þykir mikið, að þeir þora að sýna sig svo
barnalega.
Mér finnst og að danskurinn í sama riti treysti vel mikið uppá
mátt og megin og sitt söguvit með að gera okkar sögur ómerkar,
eða óáreiðanlegar; þar þyrfti bráðum að fara að rita á móti, og eins
Norðmönnum. Samt getur verið, að tilhæfa sé fyrir einhverju af því.
Eg vona að eg fái línu frá yður með fyrstu skipum um það fyrsta.
Lifið svo ætíð vel og heilir.
Yðar
Sigurður Guðmundsson.
VII.
Khöfn 23. Juni 1868.
Kæri vin,
Hérmeð sendi eg yður stokk með grænlenzku gripunum í, sem
við töluðum um í fyrra, ef þér kynnuð vilja nýta þá til safnsins. Væri
svo, og að þér settið þetta á skrá, þá vildi eg helzt að það væri
talið »frá Halli Ásgrimssyni nýlendustjóra við Friðriksvon á Græn-
landi«, því hann hefir sent mér það. Hvort þér þá viljið geta þess,
að eg hafi síðan komið því til safnsins, eða sent það safninu, því