Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 2
2 skipað 5. apríl 1574 að alþingi skyldi upp frá því vera haldið í Kópa- vogi og ekki á Þingvelli við Öxará (Árb. ’21 - 22, bls. 74—75), en raunar hafði því ekki verið hlýtt. Það var nú svo langur tími liðinn síðan, að vafasamt er, hvort þeir Bjelke eða Bessastaðamenn, eða nokkur þeirra, er nú voru komnir saman á Bessastöðum, hafi vitað um þá konunglegu fyrirskipun. En Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum í Gullbringusýslu og hafði lengi verið. Þar dæmdi 1. júní 1523 tylftardómur útnefndur af Erlendi lögmanni Þorvarðssyni, kon- ungs-umboðsmanni (sýslumanni) í Kjalarnesþingi, Týla Pétursson, fyr- verandi hirðstjóra, fullan ránsmann og óbótamann fyrir aðför hans að Hannesi hirðstjóra Eggertssyni á Bessastöðum, og sömuleiðis allan þann flokk manna, íslenzkra og útlenzkra, sem veitt höfðu honum lið »og ónauðgir voru þar til« (Dipl. Isl. IX. nr. 119.). í forsögninni er Kópavogur nefndur »þingstaður réttur«. — Mál þetta var eitt af mestu stórmálum hér á landi, Bessastaðarán Týla, tylftardómur lögmannsins og fullnæging dómsins, dráp Týla. — Nokk.rum árum síðar, 1539, 5. sept., var enn kveðinn upp í Kopavogi tylftardómur af sama lögmanni, og voru þeir, er framið höfðu klausturránið í Viðey með Diedrich van Minden og síðar verið drepnir, dæmdir óbótamenn, en þeir sýknir saka, er þá höfðu tekið af lifi, þó því að eins, að Alexíus ábóti leiddi tvö vitni, að þeir hefðu framið ránskapinn, sem síðan höfðu drepnir verið. (Dipl. Isl. X., nr. 197.). Eru þessir dómar báðir merkir og hinir ejztu, er þekkjast munu frá þessum þingstað. Tveim árum eftir þessa atburði og dráp Diedrichs v. Minden og manna hans kom yfirmaður hans, Klaus van der Marwitzen, hingað á herskipi, undir forustu Christophers Huitfeldts, til þess að jafna á Ögmundi byskupi, sem þeir gáfu sök á þessu. Síðasta dag maímánaðar um vorið (1541) mæltu þeir sér mót á þingi í Kópavogi og Gizur byskup og brugg- uðu þá vélráðin í laumi, handtöku Ögmundar byskups, á Hjalla, og heimreið á heimili hans i Haukadal. — Fóru þeir K. v. d. Marvitzen og Gizur þangað til að láta greipar sópa um fjárhirzlur gamla manns- ins, en trúnaðarmaður Gizurar reið við fjórtánda mann til þess að taka höndum biskupinn, blindan og gamlan. Er óþarft að fjölyrða hér um alla þá óhæfu, þar sem mál þetta er alkunnugt og hefur nýlega verið rakið alt eftir bestu heimildum.1) II. Nokkur sakamál á 16. og 17. öld. Séra Jón Egilsson getur þess í Biskupa-annálum sínum, að Þor- kell, sonur Þorleifs Eyjólfssonar, Gíslasonar í Haga, Filippussonar, hafi verið af tekinn á Kópavogs-þingi (Safn. I., 41). Hann segir ekki ’) Sjá Menn og menntir eftir Pál E. Ólason, II. 330 o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.