Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 69
69 12. Reykjavík 3. Maí 1869. Háttvirti, góði vin! Eg skrifa yður þessar fáu línur til að láta yður vita, að eg hefi i dag tekið á móti 50 ríkisdölum frá yður hjá Jóni Guðmundssyni; því fylgdi ekkert bréf til mín, eða eg hefi þá ekki enn fengið það. Það hefir líka má ske ekkert verið. — Eg þakka yður innilega fyrir þetta allt saman. Þér hafið sjálfsagt munað eftir því, sem við áður höfðum skrifast á um, það sem óborgað var af tillagi mínu til Bók- mentafélagsins, og dregið það frá. Það getið þér látið mig vita við hentugleika. Héðan er ómögulegt að segja nokkrar fréttir, því all ter dautt og þegjandi, og jafnvel kjafturinn á kellingunum við póstinn er nú orðinn eins og sífreðinn. — Menn eru hættir hreint að Ijúga og allt, sem menn halda að sé lygi, reynist nú sannleiki, og þar á meðal það, að Gísli gamli Magnússon er þegar búinn að yngja sig upp, og á hann það að þakka því, að hann tók í sitt hús þá sælu frú. — Eingan mann heyri eg nefna alþíngiskosningar. Eg held þeim standi alveg á sama, hverjir kosnir eru. Það er okkar átumein, að mönnum stendur alveg á sama með allt, menn fást eiginlega hvorki til að lofa neitt né lasta, og ekkert þykir ljótt né fagurt, gott eða íllt, menn eru orðnir bæði bragð- og lyktar-lausir, vilja svo að segja ekk- ert, nema penínga frá útlöndum, helzt frá stjórninni; það viljamenn! Kvenfólkið er eitthvað að gukta við þessa tombólu; eg held allt af að það sé heJdur líf í því enn karlþjóðinni, og víst er það, að karl- mennirnir spilla mörgum af þeim og gera þær meira óþjóðlegar en þær í sjálfu sér eru. Það er eins og allt verði að eingu, þar sem eing- inn föðurlandstilfinníng er til og það á líka svo að vera. Skelfíng finst mér allt brölt Húnvetnínga og Norðlendínga yfir höfuð vera barna- legt. Hver vill þar skóinn ofan af öðrum og einginn getur séð, nema með fýlu, að mönnum í næsta hreppi takist nokkuð; allir vilja hafa allt hjá sjálfum sér, en ekkert er skeytt um það almenna; og þó þeir byrji að tala um eitthvað af því, þá hættir það í miðju kafi. — Ekki hafa þeir hér syðra lag á að fiska á jaktirnar, og er það skaði, því hefði þeim heppnast vel, þá hefði það getað porrað fleiri upp að kaupa stór skip. Svona gengur, þá ekki vill fiskast. Fyrirgefið þessar fáu línur. Yðar Sigurður Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.