Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 32
32 í lækinn hér á umliðnum tímum; landið er að síga hér um slóðir og gengur sjór alls staðar lengra inn á það nú en hann hefir gjört fyrrum. Hefir mönnum þótt tiltækilegt að drekkja sakakonu í lækn- um 1704, þótt það hafi ekki þótt gerandi í fyrsta skifti er konu skyldi drekkt eftir dómi á þessum þingstað. »Fangakofar« hétu 4 djúpar smátættur, sem voru upp-með tún- garðinum, innan hans, norðaustur af þinghúsinu, sagði þuríður. Var miðveggur í 2 (eða fleiri). Voru þær alldjúpar er Þuriður var ung, og sennilega er hér um sömu tóftirnar að ræða og þær sem Jónas Hallgrímsson getur um. Nú sést hér ein smákofatóft greinilega og kvað Þuríður það vera hina nyrztu af þeim 4, sem hún mundi eftir. Er allsendis liklcgt að hér hafi verið fangakofi, en hitt þykir mér vafasamara, að þeir hafi verið hér 4; en þó hafa þeir verið að minnsta kosti 2 haustið 1704, má gera ráð fyrir. Þuriður sagði mér enn fremur frá nokkrum örnefnum hér í grend- inni við þingstaðinn og set ég hér þær upplýsingar, þótt þær komi honum ekki við: Gvendarbrunnur er sunnan vogsins, í hálsbrúninni, rétt upp af svo-kölluðum Bœjarsteinum, sem eru þar úti í leirunni, og er lítil laug skamt framar í vognum, að sögn Þuríðar. Þarna á að hafa verið bær í fyrndinni. Mun það hafa verið þar sem enn er mjög grasgefinn mói, rétt við vjginn. Ekkert sést þar til tófta. Við brunninn, sem er raunar dálítil lind, er lagleg, eggslétt grasflöt. Brunnurinn er sjálfsagt kenndur við Guðmund byskup góða, eins og aðrir Gvendar-brunnar. — En hitt er óvissara, hvort Gvendarhóll, sem áður var nefndur, sé kenndur við hann einnig. — Fremst á Kárs- nesi, sem er milli Kópavogs og Fossvogs, eru 2 bæjarstæði forn, að sögn Þuríðár, „Stóra-bœjarstœðið" að norðan og „Litla-bœjarstœðið“ að sunnan. Vottar enn fyrir dálitlum túnum á báðura stöðum og afar- fornlegum túngörðum, en tóftir verða ekki greindar. Þykir mér ekki líklegt, að hér hafi nokkru sinni verið verulegir bæir, né hjá Gvend- arbrunni, en smákofar eða búðir úr timbri, sem fólk hafi hafst við í, kunna að hafa verið hér einhvern tíma og þó liklega ekki lengi. — Borg- arholt heitir holtið vestan-við veginn á Kópavogshálsi, og Borgin klettabeltið þar, en Kastalar vestan-undir holtinu, 3 klettar. Þar um- hverfis mátti ekki hóa né hátt hafa, né rífa lyng, — vitanlega vegna huldufólksins í Borginni eða holtinu og Köstulunum. — Gömul trú var það einnig, að ekki mætti hafa fleira fé í Kópavogi en 30 kindur. Nokkurt orð hefir farið af reimleikum í Kópavogi, bæði við veg- inn, hjá dysjunum, og jafnvel heima á bænum, — gamla bænum, sem eru órofnar og nýlegar tóftir eftir af á sjávarbakkanum, með matjurtagörðum umhverfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.