Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 66
66
biskupnum, og getur hann því ekki verið eins harður og skyldi; allt
er hér samfast á öllum endum. Eg hefi líka orðið var við, að sumir
af þeim heldri þykjast sjá fram á, að safnið muni verða landinu til
byrði, þegar fram í sækir, og þykir þeim það ekki þess vert, en þeir
vilja hafa stofnanir einungis með því móti, að þær kosti þá ekkert,
og að þeir geti notað þær eða niðurnýtt eða jafnvel grætt á þeim
eins og þeir vilja. Þetta held eg megi að nokkru leyti segja um bibliotek-
in og stjórn þeirra, því að lítið meira kæra þeir sig um, hvernig gengur
með þau, og skammir fá menn líka hjá sumum, ef menn nefna Bók
mentafélagið. Eg efast um að eg hafi orðið vinsælli hérna fyrir skýrsluna,
en út um landið munu þeir vera mikla skárri. Það er ekki efunarmál,
að það er fyrsta nauðsynin að efla sem mest Bókmentafélagið, bóka-
söfnin og forngripasafnið, ef menn vilja vita nokkuð sögu landsins,
nema í ósamanhángandi slitrum, og er um að gera að fá fastan fót
undir þetta allt; því það er hér versti gallinn á mönnum, að menn
vilja hér allt af helzt hætta við það, sem hefir staðið nokkurn tima, og
byrja aptur á nýju og nýju, en sinn vill hvað og verður svo ekkert
úr neinu; enda eru margir gömlu gaurarnir á móti öllum nýjum fram-
förum og kalla þeir það allt loptkastala. Einginn nefnir hér alþíngis-
húsið til nokkurs gagns; þar sést áhugi heldri mannanna.
Eg vona nú að fjárhagurinn fáist bráðum og að þá kunni eitt-
hvað að lagast, þegar stundir liða, en tregir munu bændur verða á
útlátin; og víst er um það, að þeim er illa við alþíng, af því að þeir
eru hræddir um nýjar álögur, ef stjórnarbreyting verður.
Gaman þætti mér að sjá línu frá yður með næsta skipi, því eg
veit ekki enn, hvort þér hafið fengið bréfið frá mér og skýrsluna um
safnið. — Hér gengur um þessar mundir mjög erfitt með alla pen-
íngaborgun manna á meðal, og væri mér því mjög kærkomið, ef þér
vilduð eitthvað hugsa til mín með næsta skipi, ef unt væri.
Eg bið yður að afsaka þessar fáu línur.
Yðar skuldbundinn vin
Sigurður Guðmundsson.
XI.
Khöfn 9. Marts 1869.
Elskulegi góði vin,
Lítið gengur áfram, en þó ofboð lítið meira áfram en aptur á bak
með safnið. Hérna kem eg með ávísun uppá 30 rd., sem eg hefi af-
hent Jóni Guðmundssyni og hann mun borga yður í Reykjavík. Þða