Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 92
92 XIV. Khöfn 15. Nóvember 1873. Háttvirti kæri vin, Kærar þakkir fyrir yðar góða bréf. Eg sendi yður nú uppdráttinn af stafnum í Kristinrétti, og hann er frá beztu hendi, því Magnus Petersen hefir dregið hannupp. Hann ernú þekkjanlegur öldúngis eins og i bók- inni, en A utan um hann kærði eg mig ekki um. Það græna á bak við er nú orðið eíns og nokkuð bláleitt á skinninu. í myndunum segir Petersen að skinnið sjálft sé það hvíta, en það gula heldur hann hafi verið lagt með gulli, að minnsta kosti sumstaðar Þykka strikið fyrir neðan hálsinn á konunni heldur hann sé rétt, og sé sami litur og á skónum mannsins. Það sem er að sjá eins og poki framan á henni heldur hann sé skírnarklæði sem krakkinn á að fara í á eptir, og það sem sýnist eins og poka út, muni eiga að tákna, að hendurnar á henni eru undir og hún haldi þeim saman undir klæðinu. Eg sendi yður afskript að kafla úr bréfi frá Magnúsi Andressyni til Sigurðar frænda, ef þér skyldið fá tækifæri til að koma því til leiðar, að grafið yrði undir tilsjón einhvers sem vit hefði á til skálans á Bergþórshvoli. Gröptur af heimskíngjum er verri en ekkert. Þér ættið að fullgera dálitla ritgjörð um Þíngvöll, eptir því sem þér eruð nú orðinn kunnugur, og mátulega stóran uppdrátt með og senda mér handa Þjóðvinafélaginu. Eg skal reyna að útvega yður Honorar. Yðar einlægur skuldbundinn vin Jón Sigurðsson. Á myndinni sem heldur á barninu er tvöföld ræma um hálsinn og ofan á læri eða lengra, fellur utanlæris á vinstri hlið og hverfur þar við mitt læri og hné. Það sýnist sem ofurlítið gulleitt sé dregið í það hvíta hér og hvar, og rauð strikin fyrir hrukkunum, en eiginlegi hvíti liturinn sýn- ist vera skinnið sjálft. Myndin sem stendur á móts við svo sem til vinstri og skáhalt á bak við karlmannsmyndina rauðklæddu, sýnist mér vera nunnuleg. Hún hefir skýlu sem hylur alla vangana og munninn upp undir nef og ennið að ofan. Á báðum hliðum gengur það að auganu. Á brjóst- inu er eins og skjöldur, bak við hann sýnist eins og hángi niður tveir stuttir endar, svo sem á huppnum, en hvergi sést að ofan nein slík bönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.