Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 94
94 mest í bága við þessa mína ætlun, en þá er ekki að marka, því öll myndin er teiknuð með rauðu og eiginlega engvir litir sýndir, nema á skónum. Að menn hafi valið nunnur til að halda börnum undir skirn er mjög eðlilegt, til að komast hjá meinbugum, þegar það var hægt. — Þessi búníngur er alveg óþektur á íslandi og getur varla verið annað en nunnu- eða einsetukonu-búníngur og er alveg sam- hljóða enskum myndum, en líklegt er, að þær hafi haft svarta kyrtla, sem hér eru aðeins sýndif með sterkum rauðum skuggum. Auðvitað er, að maður getur ekki alveg með vissu sagt, að þessi min tilgáta sé áreiðanleg. Mér þótti fróðlegt að sjá þennan kafla úr bréfi Mágnúsar Andrés- sonar, en eg hefi reyndar heyrt þetta allt löngu fyr. Eg hefi merkan beinhólk úr dysjunum við Knafahóla, og kol og eirplötur ómerkar sá eg fyrir mörgum árum síðan hjá enskum ferðaslæping, sem hafði náð þvi á Bergþórshvoli; sjálfsagt það sama og Magnús talar um. Eg held að það verði lángt þángað til menn fá peninga til að grafa upp rústir hér á landi, svona í óvissu. Mér finnst mest ríða á, að reyna að bjarga fyrst þíngstöðum og sýnilegum bæjarústum, sem enn eru ofanjarðar um allt land, jörðin geymir sitt þángað til að það er gjört; — en það er ekki svo að skilja, að eg álíti ekki nauðsynlegt að gjöra stórkostlega útgrepti víða á bæjum, t. d. þar sem klaustur voru, skálar, hof, búðir eða fornar kirkjur, t. d. á Hrisbrú, en þetta kostar allt fjarska penínga og getur heldur beðið en hitt. Eg hefði vilja til, ef eg gæti, að fullgera ritgjörð um Þíngvöll, en það er vandasamt og hamíngjan má ráða, hvort eg get nokkuð gert að því í vetur, því verði leikið hér, sem líklega verður, þá er eg fastur við það fram eftir öllum vetri, og það sem verst er, það er eldiviðarleysið og ljósleysið, sem hér ætlar alla að drepa í vetur. Það er ekki útlit fyrir að það lagist í vetur, og það er nóg til að gera allt ómögulegt. Fyrirgefið þessar fáu línur. Yðar Sigurður Guðmundsson. Hér er að nafninu kominn á sunnudagaskóli; þar kenni eg teikn- ing, með laklegum áhöldum, en hvort þetta verður annað en heimska og bráðabirgðar-uppþot má hamíngjan ráða. Dálítil verslunarsamtök hér syðra, þó alt á stángli og sundrúng. Pólitikin sefur alveg. Það heyrist ekki mjæmt. Er það góðs eða ills viti? — Eg bið yður að taka til greina nokkrar leiðréttingar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.