Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 78
78
Þeir skorast allt af allir undan öllu peníngatillagi, en vilja láta aðra
kosta allt. Og þess vegna gat tombólan gengið, af því það var að
fara i annara vasa, en ekki þeirra. Það voru líka ekki nema 2 eða
3 af öllum flokknum, sem vissu af því, að verzlunarsamtökin voru
styrkt af þeirra sjóð. Vilji maður geta brúkað þess kyns fólk, þá verð-
ur maður að brúka tóma slægð, sem þeir ekki geta séð við. Það
þarf enn þá að kreppa meira að löndum okkar til þess þeir betrist.
Skyldi þá ekki vera snjallast, þótt ljótt sýnist, að koma þeim í sem
mest illindi við Dani, sem þeir geti ekki smokkað sér út úr, nema með
dugnaði og samtökum. Hér vantar kergju, og af því kergjan var komin
í verzlunarsökunum, þess vegna hafa Íslendíngar þó sýnt dálítinn dugn-
að í því máli. Eg held að menn verði að fara að láta skríða til skarar
og sigla með gapandi höfðum og gínandi trjónum á Dani.
Eg býst við, að Vorsaa fari undan í flæmíngi, þótt við skrifum
honum, og gaman væri að fá eitthvað. En satt að segja þá hefi eg
varla skap til að knékrjúpa honum hvað eptir annað, þegar að hann
hefir ekki drengskap til að halda orð eins og ærlegur maður. Hann
lofaði biskupnum að senda okkur, og mér og yður hefir hann gefið
góðar vonir. — Eg er hræddur um að það dragi einhvern dilk á
eptir sér, að eiga við hann, en pláss hefðum við líklega fyrir það,
þegar búið er að laga til herbergi safnsins. Hvað brúðuhöfuðin snertir,
þá held eg, að þau þyrftu ekki að vera sér'ega dýr, því þau mega
flest eða öll vera hárlaus, nema ef menn vildu sýna búníng frá elztu
tímum; mest kemur uppá, að höfuðin séu fríð og vel gjörð, og væri
bezt að hafa nokkuð háan topp upp af enninu, til þess að faldurinn
tolli betur. Eg þarf að fá 2 höfuð gerð á þann hátt og svo 1 — 2 gerð
á annan hátt. Eg vil biðja yður að útvega mér 1 höfuð hárlaust og
sendi eg hér með 3 Rd.
Sá sem skrifaði á móti mér um byggingarnar, hét H. Hoff, adjunkt
við einhvern skóla. Eg get ekki sem stendur fundið bókina innanum
skólaskýrsluruslið á bókasafninu.
Fyrirgefið þessar línur.
Yðar
Sigurður Gudmundsson.
17.
Reykjavík 30. Nóvember 1870.
Háttvirti vin!
Eg ætla í fáum orðum að drepa á, hvað gert hefir verið, síðan
seinast. Forngripasafnið er nú búið að fá í stand 2 herbergi, sem