Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 3
3
Sturlubók:
Þorbjörn laxakarl nam Pjórsárdal allan ok Gnúpverjahrepp allan
ofan til Kalfár ok bjó hinn fyrsta vetr at Miðhúsum. Hann hafði þrjár
vetrsetur áðr hann kom í Haga. P>ar bjó hann til dauðadags. Hans
synir váru þeir Otkell í Þjórsárdal ok Porkell trandill ok Þorgils, faðir
Otkötlu, móður Þorkötlu, móður Þorvalds, föður Döllu, móður
Gizurar byskups.
Hauksbók:
Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan ok Gnúpverjahrepp allan
ofan til Kalfár ok bjó hinn fyrsta vetr at Miðhúsum. Hann hafði þrjár
vetrsetur áðr hann kom í Haga. Þar bjó hann til dauðadags. Hans
synir váru þeir Otkell í Þjórsárdal ok Þorgils, faðir Otkötlu ok Þorkels
trandils, föður Gauks í Stöng. Otkatla var móðir Þorkötlu, móður
Þorvalds, föður Döllu, móður Gizurar byskups.
Þórðarbók:
Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan ok Gnúpverjahrepp ofan
til Kalfár ok bjó hinn fyrsta vetr at Miðhúsum. Hann ha'ði þar vetrsetu
áðr hann kæmi í Haga ok bygði þar til dauðadags. Hans synir váru
þeir Otkell í Þjórsárdal ok Þorgils, faðir Otkötlu, móður Þorvalds, föður
DöIIu, móður Gizurar byskups. Þriðji var Þorkell trandill. Hann var
faðir Gauks í Stöng.
Hjer er bersýnilega brjálaður texti í öllum þessum þrem handrit-
um og svo að segja í öllum setningunum. Um fyrstu setninguna hefur
verið getið hjer áður. Þar á að standa Laxár fyrir »Kalfár«. — Er
þessi villa sennilega sprottin af því, jafnframt ónógum kunnugleika á
staðháttum, að skýrt hefur verið frá landnámi Þrándar mjöksiglanda
á undan landnámi Þorbjarnar og sagt, sem rjett var, að hann hefði
iiumið land »millim Þjórsár ok Laxár ok upp til Ka!fár«. Hefur höf-
undur frumtextans haldið af þessu, að Þorbjörn hafi ekki numið lengra
en að Kálfá. Hefur »ein syndin boðið hjer annari heim«; það var
vitanlega alveg rangt, þar sem höfundurinn taldi upp ladnámin sólar-
sinnis og Þrándur nam land löngu síðar en Þorbjörn og nokkru síðar
en þeir, Þormóður og Ófeigur, að telja landnám Þrándar á undan land-
námum þeirra. Eins og áður var bent á einnig, vantar orðið »allan«
' Þórðarbók á eftir orðinu »Gnúpverjahrepp«. Hefur það líklega átt að
vera umbót á textanum, að sleppa því orði, gerð af því, að skrifarinn
hefur vitað, að Gnúpverjahreppur náði lengra en að Kálfá. Spratt h er
með þessari textabreytingu, enn ein villan af þeirri, a ! »Kalfá« stóð,
fyrir Laxá. — Þá er næsta setning. Hún virðist rjett Þórðarbók o
frumleg, en niðurlagið klaufalega orðað, og því hefur Sturla (?) skipt
1*