Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 4
4 setningunni í tvent, gert sjerstaka, ljósa setning úr viðtengingar- setningunni »bygði þar til dauðadags«, sett: »Þar bjó hann til dauðadags«. En jafnframt hefur hin upphaflega setning verið af- löguð, mislesið orðið»þar« á fyrri staðnum, lesið sem »þrjár« (»þriar«) og orðinu »vetrsetu«, sem var að öllu leyti eðlilegt, breytt í vetrsetur, sem var að sama skapi óeðlilegt. Það var sömuleiðis eðlilegt, að rita svo: »áðr hann kæmi í Haga ok bygði þar«; var því orðalagi ekki breytt til batnaðar með þeirri breytingu, er gerð var. — Þorbjörn hefir eðli- lega komið um sumar, sezt að þar, sem bærinn Miðhús var reistur, því að þar er einkennilega fagurt bæjarstæði, setið þar einungis einn vetur, en að fenginni reynslu og aukinni þekkingu á landsháttum bygt bæ sinn í Haga, þar sem fciin eru sýnilegar tóftir hans (svo-nefndar Snjáleifartóftir), nokkru innar en núverandi bæjarstæði. Síðustu setning- arnar, um afkomendur Þorbjarnar, verða verst úti. Að mestu leyti eru þær sennilega upphaflegastar og rjettastar í Þórðarbók, að því, er virð- ist, en þar hefir skrifara orðið það á, að hann hefir óvart hlaupið yfir orðin »móður Þorkötlu«, auðsjáanlega af því, að næsta orð á undan endaði eins og síðara orðið og næsta orð á eftir byrjaði eins og fyrra orðið. Er þessi setning vafalaust rjettari í Sturlubók að því leyti, að þar eru orðin »móður PorkötIu« með; og vera má, að það sje einnig upphaflegt, sem þar er, að Porkell trandill er tálinn milli bræðra sinna, en ekki nefndur á eftir þeim í sjerstakri setningu, svo sem nú er í Þórðarbók; en ólíklegt er, að Gaukur í Stöng hafi ekki verið nefndur í frumtextanum, enda kann setningin að hafa verið þar þannig: »Hans synir váru þeir Otkell í Þjórsárdal ok Þorkell trandill, faðir Gauks í Stöng, ok Þorgils, faðir Otkötlu, móður Þorkötlu, nióður Þorvalds, föður Döliu, móður Gizurar byskups«. í Hauksbók virðist þetta mest úr lagi fært, og hefði þó mátt vel fara að haga setning- unum svo sem þar er gjört, ef ekki hefði sú skyssa á orðið, að rita »Þorkels trandils, föður« o. s. frv. í st. f. »Þorkeíl trandill, faðir« o. s, frv.; en hvort heldur j^ar er um skyssu eða lagfæringartilraun að ræða, verður það vart dregið í efa, að ættartalan er að þessu leyti rjettari í Sturlubók og Þórðarbók en í Hauksbók, eða að Þorkell trandill hafi verið sonur Þorbjarnar, en ekki sonarsonur.1) En fljótt á litið virðist að vísu dálítið óeðlilegt, að þeir Gaukur í Stöng og Ásgrímur Elliða- Grímsson hafi verið fóstbræður og því sennilega á líkum aldri, er litið er á suma ættliði; Ásgrímur og ísleifur byskup, rnaður Döllu og faðir Gissurar byskups, voru systkinasynir, en langafi þeirra landnámsmaður- inn Ketilbjörn inn gamli, sem »nam Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk 1) Sjá greinargerð Guðria Jónssonarí Skírni 1931, bls.[ 57 — 59.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.