Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 4
4
setningunni í tvent, gert sjerstaka, ljósa setning úr viðtengingar-
setningunni »bygði þar til dauðadags«, sett: »Þar bjó hann til
dauðadags«. En jafnframt hefur hin upphaflega setning verið af-
löguð, mislesið orðið»þar« á fyrri staðnum, lesið sem »þrjár« (»þriar«)
og orðinu »vetrsetu«, sem var að öllu leyti eðlilegt, breytt í vetrsetur,
sem var að sama skapi óeðlilegt. Það var sömuleiðis eðlilegt, að rita
svo: »áðr hann kæmi í Haga ok bygði þar«; var því orðalagi ekki
breytt til batnaðar með þeirri breytingu, er gerð var. — Þorbjörn hefir eðli-
lega komið um sumar, sezt að þar, sem bærinn Miðhús var reistur,
því að þar er einkennilega fagurt bæjarstæði, setið þar einungis einn
vetur, en að fenginni reynslu og aukinni þekkingu á landsháttum bygt
bæ sinn í Haga, þar sem fciin eru sýnilegar tóftir hans (svo-nefndar
Snjáleifartóftir), nokkru innar en núverandi bæjarstæði. Síðustu setning-
arnar, um afkomendur Þorbjarnar, verða verst úti. Að mestu leyti eru
þær sennilega upphaflegastar og rjettastar í Þórðarbók, að því, er virð-
ist, en þar hefir skrifara orðið það á, að hann hefir óvart hlaupið yfir
orðin »móður Þorkötlu«, auðsjáanlega af því, að næsta orð á undan
endaði eins og síðara orðið og næsta orð á eftir byrjaði eins og fyrra
orðið. Er þessi setning vafalaust rjettari í Sturlubók að því leyti, að
þar eru orðin »móður PorkötIu« með; og vera má, að það sje einnig
upphaflegt, sem þar er, að Porkell trandill er tálinn milli bræðra sinna, en
ekki nefndur á eftir þeim í sjerstakri setningu, svo sem nú er í
Þórðarbók; en ólíklegt er, að Gaukur í Stöng hafi ekki verið nefndur
í frumtextanum, enda kann setningin að hafa verið þar þannig:
»Hans synir váru þeir Otkell í Þjórsárdal ok Þorkell trandill, faðir
Gauks í Stöng, ok Þorgils, faðir Otkötlu, móður Þorkötlu, nióður
Þorvalds, föður Döliu, móður Gizurar byskups«. í Hauksbók virðist
þetta mest úr lagi fært, og hefði þó mátt vel fara að haga setning-
unum svo sem þar er gjört, ef ekki hefði sú skyssa á orðið, að rita
»Þorkels trandils, föður« o. s. frv. í st. f. »Þorkeíl trandill, faðir« o. s, frv.;
en hvort heldur j^ar er um skyssu eða lagfæringartilraun að ræða,
verður það vart dregið í efa, að ættartalan er að þessu leyti rjettari í
Sturlubók og Þórðarbók en í Hauksbók, eða að Þorkell trandill hafi
verið sonur Þorbjarnar, en ekki sonarsonur.1) En fljótt á litið virðist
að vísu dálítið óeðlilegt, að þeir Gaukur í Stöng og Ásgrímur Elliða-
Grímsson hafi verið fóstbræður og því sennilega á líkum aldri, er litið
er á suma ættliði; Ásgrímur og ísleifur byskup, rnaður Döllu og faðir
Gissurar byskups, voru systkinasynir, en langafi þeirra landnámsmaður-
inn Ketilbjörn inn gamli, sem »nam Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk
1) Sjá greinargerð Guðria Jónssonarí Skírni 1931, bls.[ 57 — 59.