Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 6
6
sennilega gifzt áður en þau settust að hjer, en Steinólfur því farið til
Eyjafjarðar og sezt að þar, að önnur dóttir hans, Salgerður, var gift
ngjaldi, syni Helga magra, og bjuggu þau að Þverá inni syðri (Munka-
Þverá). Þau áttu tvo sonu, Steinólf og Eyjólf. Segir nokkuð frá þeim feðg-
um, og þó einkum Eyjólfi, í upphafi Víga-Glúmssögu; var Glúmur
sonur Eyjólfs. Frá syni Steinólfs, Arnóri rauðkinn, segir einnig í sög-
unni, og e. fr. frá Steinólfi, syni Arnórs.1) — En annar Steinóifur lági,
Hrólfsson, hersis, nam land vestra, allan Saurbæ í Dölum, og bjó í Fagra-
dal ytra. Voru þeir nafnarnir systkinasynir. — Eins og áður var getið,
var Ófeigur grettir, sem Þorbjörn gaf hinn ytri hlut Gnúpverjahrepps,
frændi Unu; þau voru bræðrabörn. Hjet faðir Ófeigs Einar, eftir afa sín-
um, föður Ölvis. Mun Einar, faðir Ófeigs, ekki hafa komið út hingað, nje
heldur Óleifur breiðúr, bróðir Ófeigs, faðir Þormóðar skafta, en þriðji
bróðirinn, Hrolleifur, nam land við Þingvallavatn og bjó í Heiðarbæ
nokkur ár, en síðan til dauðadags suður í Vogum (Kvígu-vogum). Varð
ætt Unu, afkomendur Ölvis barnakarls og þeirra systkina, afar-fjölmenn
hjer á landi og margt stórmenni af þeim komið.2) En ætt Þorbjarnar
laxakarls er alveg ókunn, að öðru leyti en því, sem segir um afkom-
endur hans; þess er ekki einu sinni getið neins staðar, hvers son hann
var. Eins og getið var hjer áður, átti hann þrjá sonu, Otkel, Þorgils
og Þorkel trandil, en ekki er nefnd nein dóttir hans. Einn son hans,
Otkell, hefir að líkindum búið eftir föður sinn í Haga; hann er nefndur
»OtkelI í Þjórsárdal« í Landnámabókunum. Hefði hann sezt að annars
staðar dalnum, þá hefði sá bær sennilega verið kenndur við hann,
en enginn bæjarstaður eða örnefni er kennt við hann þar, svo kunn-
ugt sje; en nokkur bæjarstæði eru þar, sem bersýnilega eru ekki
kennd við menn, Hagi, Sandatunga o. fl.3) Einnig er óvíst, hvar Þor-
gils hefir búið, eða hvort hann hefir sezt að í Þjórsárdal, en um- af-
komendur hans er það kunnugt, sem stendur í Landnámabókunum,
en ekki er ósennilegt, að hann hafi kjörið sjer bústað í dalnum.
Sonur Þorkels, Gaukur, er kenndur við Stöng í Landnámabókunum
tveim, Hauksbók og Þórðarbók; hefir sennilega verið getið svo í
Styrmisbók. í öðrum ritum, Njálssögu, íslendingadrápu og rúnaristu
1) Hefir hans verið getið áður í Árb. Fornlfjel., árið 1916, á bls. 30.
2) Sbr. Safn, I., bls. 286- 89 og ísl. fornr., VII, Qrettissögu, ættarskrá II. E.
fr. Skírni 1931, bls. 156 — 57.
3) Þessi bæjarstæði eru þar kennd við menn, sem þar liafa búið, iíklega fyrstir,
en eru að öðru leyti ókunnir: Sigurðarstaðir, Ásólfsstaðir, Karlsstaðir, Áslákstunga
og fremri) Steinastaðir(?) og Sámsstaðir. — En Stórólfshlíð, Bergálfsstaðir,
Lepparstaðir og Skeljastaðir munu ekki kennd við menn, enda hvorki forn nje rjett,
svo sem þau eru rituð nú. — Líklega fyrir Stórhólshlíð, Bergháls, Leppar og Skeljafell.