Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 6
6 sennilega gifzt áður en þau settust að hjer, en Steinólfur því farið til Eyjafjarðar og sezt að þar, að önnur dóttir hans, Salgerður, var gift ngjaldi, syni Helga magra, og bjuggu þau að Þverá inni syðri (Munka- Þverá). Þau áttu tvo sonu, Steinólf og Eyjólf. Segir nokkuð frá þeim feðg- um, og þó einkum Eyjólfi, í upphafi Víga-Glúmssögu; var Glúmur sonur Eyjólfs. Frá syni Steinólfs, Arnóri rauðkinn, segir einnig í sög- unni, og e. fr. frá Steinólfi, syni Arnórs.1) — En annar Steinóifur lági, Hrólfsson, hersis, nam land vestra, allan Saurbæ í Dölum, og bjó í Fagra- dal ytra. Voru þeir nafnarnir systkinasynir. — Eins og áður var getið, var Ófeigur grettir, sem Þorbjörn gaf hinn ytri hlut Gnúpverjahrepps, frændi Unu; þau voru bræðrabörn. Hjet faðir Ófeigs Einar, eftir afa sín- um, föður Ölvis. Mun Einar, faðir Ófeigs, ekki hafa komið út hingað, nje heldur Óleifur breiðúr, bróðir Ófeigs, faðir Þormóðar skafta, en þriðji bróðirinn, Hrolleifur, nam land við Þingvallavatn og bjó í Heiðarbæ nokkur ár, en síðan til dauðadags suður í Vogum (Kvígu-vogum). Varð ætt Unu, afkomendur Ölvis barnakarls og þeirra systkina, afar-fjölmenn hjer á landi og margt stórmenni af þeim komið.2) En ætt Þorbjarnar laxakarls er alveg ókunn, að öðru leyti en því, sem segir um afkom- endur hans; þess er ekki einu sinni getið neins staðar, hvers son hann var. Eins og getið var hjer áður, átti hann þrjá sonu, Otkel, Þorgils og Þorkel trandil, en ekki er nefnd nein dóttir hans. Einn son hans, Otkell, hefir að líkindum búið eftir föður sinn í Haga; hann er nefndur »OtkelI í Þjórsárdal« í Landnámabókunum. Hefði hann sezt að annars staðar dalnum, þá hefði sá bær sennilega verið kenndur við hann, en enginn bæjarstaður eða örnefni er kennt við hann þar, svo kunn- ugt sje; en nokkur bæjarstæði eru þar, sem bersýnilega eru ekki kennd við menn, Hagi, Sandatunga o. fl.3) Einnig er óvíst, hvar Þor- gils hefir búið, eða hvort hann hefir sezt að í Þjórsárdal, en um- af- komendur hans er það kunnugt, sem stendur í Landnámabókunum, en ekki er ósennilegt, að hann hafi kjörið sjer bústað í dalnum. Sonur Þorkels, Gaukur, er kenndur við Stöng í Landnámabókunum tveim, Hauksbók og Þórðarbók; hefir sennilega verið getið svo í Styrmisbók. í öðrum ritum, Njálssögu, íslendingadrápu og rúnaristu 1) Hefir hans verið getið áður í Árb. Fornlfjel., árið 1916, á bls. 30. 2) Sbr. Safn, I., bls. 286- 89 og ísl. fornr., VII, Qrettissögu, ættarskrá II. E. fr. Skírni 1931, bls. 156 — 57. 3) Þessi bæjarstæði eru þar kennd við menn, sem þar liafa búið, iíklega fyrstir, en eru að öðru leyti ókunnir: Sigurðarstaðir, Ásólfsstaðir, Karlsstaðir, Áslákstunga og fremri) Steinastaðir(?) og Sámsstaðir. — En Stórólfshlíð, Bergálfsstaðir, Lepparstaðir og Skeljastaðir munu ekki kennd við menn, enda hvorki forn nje rjett, svo sem þau eru rituð nú. — Líklega fyrir Stórhólshlíð, Bergháls, Leppar og Skeljafell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.