Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 13
13 verið byggt í landi Sámsstaða og Hjalti átt það býli einnig, en kosið að liafa þar kirkjustað fremur en heima á Sámsstöðum til þess að gera hinum bæjunum nokkru auðveldari kirkjusóknina. f>að mun vera um 2 km. innar í dalnum. Ekki er víst, að þar hafi neitt býli verið áður; kann Hjalti að hafa byggt það fyrst einnig um leið og kirkjuna og hennar vegna, handa þeim, er skyldi varðveita hana eða jafnvel presti þeim, er þar skyldi syngja messur, jarðsyngja dána í kirkju- garðinum og gera önnur prestsverk. Sámsstaðir hafa eins og áður var tekið fram, verið kenndir við þann mann, Sám, er þar hefir búið fyrstur. Hann er að öðru leyti ókunnur. Hann virðist ekki hafa verið forfaðir þeirra Skeggja og konu hans, móður Hjalta, og kann Hjalti, eða faðir hans, að hafa keypt jörðina. Hjer var að framan minnzt á þau hjón, Steinólf í Pjórsárdal og Þuríði Arngeirsdóttur, sem sagt er í Landnámabókunum, að Oddur, bróðir hennar, hafi komið til liðs við, er Pjórsdælir vildu berja hana grjóti í hel, eða, eins og segir í Hauksbók, »vildu grýta hana fyrir flölkynngi ok trollskap«. Sennilegt er, eins og bent var á hjer áður, að Steinastaðir hafi verið kenndir við þennan Steinólf, og að þau hjón hafi búið þar.1) Föðurnafns Steiuólfs eða ættar er ekki getið neins staðar, en að líkindum hefir hann verið afkomandi Steinólfs Ölvisson- ar og Unu, dóttur hans, og Þorbjarnar laxakarls, og þá verið sonur einhverra barna þeirra; engar dætur þeirra eru nefndar, og kunna þó einhverjar að hafa verið, en hann kynni einnig að hafa verið sonur einhvers bræðranna, Otkels, Porgils eða Porkels trandils, og þó vart hins síðast-nefnda, sbr. það, er enn skal sagt um Gauk í Stöng, son Þorkels. — Þuríður, kona Steinólfs þessa í Þjórsárdal, var norðan af Melrakkasljettu; Arngeir, faðir hennar, »nam Sléttu alla á millim Há- vararlóns ok Sveinungsvíkr«. Hún átti 2 bræður, Þorgils og Odd. Drap hvítabjörn, sem gengið hefir á land af hafís frá Grænlandi, þá feðga, Arngeir og Þorgils, en Oddur, sem var eldsætur kolbítur, sat þá heima, en fann síðan björninn, drap hann og át allan, og taldi sig hafa hefnt þeirra beggja, föður síns og bróður, þannig. Hann vissi »jafnlangt nefi sínu« og var jafnframt hamrammur, og því fór hann á einni nóttu norðan frá Hraunhöfn á Sléttu suður í Þjórsárdal til liðs við Þuríði, systur sína, er Þjórsdælir vildu grýta hana. — Slíkar ferðir geta menn farið nú, en hvernig þá var farið slíkum hamförum, er mönnum nú hulið. Ekki greinir frá því í Landnámabókunum, hversu Oddi tókst liðveizlan við systur sína, er Þjórsdælir »vildu berja hana 1) Nægir að vísa lijer til þess, sem Br. J. liefir skrifað um þetta, Árb. Fornl- fjel. 1884 85, bls. 51—53, og Guðni Jónsson í Skírni 1931, bls. 159;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.