Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 14
.14
grjóti í hel«. Og ekki segir í Sturlubók hvers vegna Þjórsdælir hafi
viljað fara svo að ráði sínu, eða hvað Þuríður hafi unnið til saka.
En í Hauksbók og Þórðarbók segir, að þeir hafi viljað grýta hana
»fyrir fjölkynngi ok trollskap«; en ekki er greint frá, hvernig hún
hefði unnið mein með kunnáttu sinni. Ekki er heldur neitt sagt frá
manni hennar í sambandi við þessa fyrirhuguðu grýting, hvort hann
var lífs eða liðinn. Hafði hún verið orsök í dauða hans með »fjöl-
kynngi ok trollskap«, ef hann var liðinn? Ef hann var lífs, var það þá
með hans ráði, að Þjórsdælir ætluðu að grýta hana, fyrir það, að
luín hafði verið honum ótrú eiginkona, tælt til sín annan mann með
»fjölkynngi ok trollskap«? Oddur, bróðir hennar, var fjölkunnugur og
hamrammur; hann notaði kunnáttu sína vel, og kemur ekki fram í
frásögninni, að hann hafi verið sakaður um tröllskap. Enda virðist
það hefði mátt sitja illa á þeinr, er dýrkuðu Óðinn, að gefa mönnum
það að sök, að þeir iðkuðu fjölkynngi og væru hamrammir. »Óðinn
skipti hömum«, segir Snorri; »ok fór á svipstundu í fjarlæg lönd«;
og e. fr.: »Allar þessar íþróttir kenndi hann með rúnum ok Ijóðum
þeirn, er galdrar heita«. En lijer verður víst að líta svo á, sem Þuríður
liafi misnotað kunnáttu sína, iðkað tröllskap, sem hafi orðið öðrum
mönnum til meins. Hverjum, hvernig, hvers vegna? Og hve nær var
þessi kona í Þjórsárdal, — sennilega á Steinólfsstöðum? Hjer hefir tneira
en lítið að orðið, er það hefir öld eftir öld verið í minnum liaft og
sett á bókfell í fjarlægum hjeruðum, að íbúar einnar afskektrar sveitar
hafi ætlað að berja grjóti í hel eina konuna þar. Slíkt voru líka fá-
heyrð tíðindi hjer á landi, þrátt fyrir barnaútburð og vígaferli.
Næsti bær í Þjórsárdal fyrir innan Steinastaði, og sömu megin
í dalnum, var Stöng; en Rauðá er í milli, lítil á venjulega. Hún fellur
um Gjána, sem svo er nefnd, lítið dalverpi eða kvos, sem hún, eða
sennilega öllu fremur kvísl úr Þjórsá, hefir myndað »fyr örófi vetra«.
— »Gjá« eða »Gjáin« er raunar frekar nafnorð að eins en eigin-
nafn eða örnefni, og má þessi staður heita nafnlaus enn, þótt hann
sje einhver hinn aðdáanlegasti og unaðsríkasti blettur hjer á landi. —
Væri hann í nánd við einhverja stórborgina í nálægum löndum, þá
væri hann margra miljóna króna virði sem samkomu- og skemmti-
staður. — Eins og getið var hjer að framan, bjó Gaukur Trandilsson
í Stöng og sennilega Þorkell trandill, faðir hans og sonur Þorbjarnar
laxakarls, á undan honum, og þá líklega fyrstur manna. Nú var talið
líklegt, að Steinólfur hafi verið dóttur- eða sonar-sonur Þorbjarnar
axakarls, þ. e. frændi Gauks og samtímamaður, Steinastaðir hafi verið
kenndir við hann, heitið upphaflega Steinólfsstaðir, og þau Þuríður
búið þar. Þá hafa þau verið nágrannar Gauks. En myndi þykja lík-