Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 14
.14 grjóti í hel«. Og ekki segir í Sturlubók hvers vegna Þjórsdælir hafi viljað fara svo að ráði sínu, eða hvað Þuríður hafi unnið til saka. En í Hauksbók og Þórðarbók segir, að þeir hafi viljað grýta hana »fyrir fjölkynngi ok trollskap«; en ekki er greint frá, hvernig hún hefði unnið mein með kunnáttu sinni. Ekki er heldur neitt sagt frá manni hennar í sambandi við þessa fyrirhuguðu grýting, hvort hann var lífs eða liðinn. Hafði hún verið orsök í dauða hans með »fjöl- kynngi ok trollskap«, ef hann var liðinn? Ef hann var lífs, var það þá með hans ráði, að Þjórsdælir ætluðu að grýta hana, fyrir það, að luín hafði verið honum ótrú eiginkona, tælt til sín annan mann með »fjölkynngi ok trollskap«? Oddur, bróðir hennar, var fjölkunnugur og hamrammur; hann notaði kunnáttu sína vel, og kemur ekki fram í frásögninni, að hann hafi verið sakaður um tröllskap. Enda virðist það hefði mátt sitja illa á þeinr, er dýrkuðu Óðinn, að gefa mönnum það að sök, að þeir iðkuðu fjölkynngi og væru hamrammir. »Óðinn skipti hömum«, segir Snorri; »ok fór á svipstundu í fjarlæg lönd«; og e. fr.: »Allar þessar íþróttir kenndi hann með rúnum ok Ijóðum þeirn, er galdrar heita«. En lijer verður víst að líta svo á, sem Þuríður liafi misnotað kunnáttu sína, iðkað tröllskap, sem hafi orðið öðrum mönnum til meins. Hverjum, hvernig, hvers vegna? Og hve nær var þessi kona í Þjórsárdal, — sennilega á Steinólfsstöðum? Hjer hefir tneira en lítið að orðið, er það hefir öld eftir öld verið í minnum liaft og sett á bókfell í fjarlægum hjeruðum, að íbúar einnar afskektrar sveitar hafi ætlað að berja grjóti í hel eina konuna þar. Slíkt voru líka fá- heyrð tíðindi hjer á landi, þrátt fyrir barnaútburð og vígaferli. Næsti bær í Þjórsárdal fyrir innan Steinastaði, og sömu megin í dalnum, var Stöng; en Rauðá er í milli, lítil á venjulega. Hún fellur um Gjána, sem svo er nefnd, lítið dalverpi eða kvos, sem hún, eða sennilega öllu fremur kvísl úr Þjórsá, hefir myndað »fyr örófi vetra«. — »Gjá« eða »Gjáin« er raunar frekar nafnorð að eins en eigin- nafn eða örnefni, og má þessi staður heita nafnlaus enn, þótt hann sje einhver hinn aðdáanlegasti og unaðsríkasti blettur hjer á landi. — Væri hann í nánd við einhverja stórborgina í nálægum löndum, þá væri hann margra miljóna króna virði sem samkomu- og skemmti- staður. — Eins og getið var hjer að framan, bjó Gaukur Trandilsson í Stöng og sennilega Þorkell trandill, faðir hans og sonur Þorbjarnar laxakarls, á undan honum, og þá líklega fyrstur manna. Nú var talið líklegt, að Steinólfur hafi verið dóttur- eða sonar-sonur Þorbjarnar axakarls, þ. e. frændi Gauks og samtímamaður, Steinastaðir hafi verið kenndir við hann, heitið upphaflega Steinólfsstaðir, og þau Þuríður búið þar. Þá hafa þau verið nágrannar Gauks. En myndi þykja lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.