Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 20
18
vel af sníður vandræðin;
veit hann, hvað hann syngur.
En hvort sem þetta er rétt eða ekki, er hitt víst, að hann sneið
vænan skika af Klaufanesi af Klaufabrekknalandi, og fylgdi rústin með.
Pegar rústin var friðuð, hefir mönnum ekki verið þetta Ijóst, svo að
friðunarskjalið er nú í höndum bóndans á Klaufabrekkum. Klaufanes
er í kringum rústina þurrt og vel til túns fallið, en ærið stórþýft. Enn
er það oft slegið. Umhverfis túnið hefir verið hlaðinn vallargarður, og
girðir hann af túnið við ána. Garðurinn er fornlegur mjög og sums
staðar horfinn. Mest er hann gerður úr torfi, en þó sér á stein hér
og þar. Svo er að sjá, sem áin hafi á sínum tíma legið fast á túninu
og hefir sennilega brotið af því. Má telja líklegt, að Klaufi hafi flutt
bæ sinn vegna þess, og ber þá sennilega að skilja áður nefndan sögu-
stað svo. (Sjá staðarkort af túninu, vallargarðinum, ánni og gamla ár-
farveginum og afstöðu rústanna til þessa).
Mánudaginn 26. Ág. 1940 hóf ég rannsókn á rústum þessum, ásamt
Hjalta Haraldssyni og Baldvin Jóhannssyni kaupfélagsstjóra. Var hinn
síðarnefndi sjálfboðaliði og lagði okkur auk þess til bíl frá Dalvík.
Unnum við þrír þennan dag allan. Veður var kalt og hvasst og versn-