Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 21
19
aði þegar á leið daginn, svo að ekki varð unnið að rannsókn næstu
daga. En 2. sept. tókum við Hjalti aftur til starfa og héldum áfram að
ryðja grasrót af rústinni. Síðan unnum við 4.-8. sept. og höfðum þá
rutt alla tóftina innan veggja og hreinsað gólfskán og grafið með fín-
gerðum áhöldum að nokkru leyti. Dagana 14. og 18. sept. vann ég
enn í rústunum við annan mann, og lukum við þá með öllu rannsókn
aðalrústarinnar, og leituðum fyrir okkur í annari minni rúst, sem virt-
ist jafngömul hinni (Rúst II). 28. sept. fór ég síðan einn míns liðs á
rannsóknarstaðinn og gerði nákvæman uppdrátt af skálatóftinni. Að
endingu fór ég ásamt Vernharði Þorsteinssyni menntaskólakennara og
dr. Sveini Rórðarsyni á staðinn þann 9. okt. og gerðum við þá stað-
arkortið. — Rannsókn þessi stóð þannig yfir í l1/^ mánuð, enda þótt
aðeins væri unnið í 9 daga. Olli því mjög óhagstætt veður, geysi-
kuldar og úrfeili, sem hvað eftir annað varð að krapahríð.
Við fyrstu sýn bar ekki mikið á skálarústunum, en við nánari að-
gæzlu sást greinilega votta fyrir báðum langhliðum og NA-gafli. Aftur
á móti varð SV-gafl ekki séður á yfirborði. Allur var botn tóftarinnar
kominn í stórgert þýfi eins og túnið, og lágu sums staðar djúpir skorn-
ingar gegnum veggina. Allt var grasi vafið.
Pað kom brátt í Ijós við uppgröftinn, að jaiðvegsmyndun hafði ver-
ið mjög hæg, svo að stutt var ofan á gólfskán, (0,50—0,75 m. frá
þúfnakollunum), og var hún því víða harla uppleyst. Þar við bætist,
að skálinn hefir vafalaust verið mjög stutt í notkun, og gólfskán því
þunn. Var því oft erfitt að fylgja gólfinu, einkum í SV-endanum. í
vesturhorni mátti þetta heita ógerningur, svo að fátt óyggjandi er um
þann hluta skálans að segja. SA-helmingurinn og skálinn allur utan
við langeld má aftur á móti heita öruggur.
Skálatóftin snýr frá SV—NA. Grjótbálkur eða þverveggur skilur
hana í tvennt: skála og eldhús. Stærð þessa grjótbálks er mjög áber-
andi, þar sem annars hefir verið notað mjög lítið af grjóti í húsið.
Breidd hans er 1,30—1,90 m. Sú brún hans, er að eldhúsinu snýr, er
greinilega lögð úrvalshellum í einu, tveimur og þremur lögum, og má
sjá leifar af torfhleðslu milli þeirra. Gólfaskan virðist hvergi ganga undir
hellurnar, en hækkar hins vegar upp að þeim, eins og venjulegt er við
veggi, þar sem ekki nær að traðkast. Sú brún, er að skálanum veit, er
mjög greinileg, gerð úr stórum steinum. Á einum stað, nær niiðju, er
skarð í steinaröðina, og gengur öskulag þar inn í. Þar kynnu því að
hafa verið dyr, en það er þó eigi fullvíst, því að engin merki þess
saust á hinni veggbrúninni. Milli veggbrúnanna eru í grjótbálkinum
2*