Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 24
22
sennilega viljað myndast svað út við þvervegginn, því að tvær stórar
hellur liafa verið lagðar þar sem lægst ber. Breidd gólfs milli seta er
1,75 — 2,00 m. Breidd seta er 0,80 —1,46 m. Eru þau breiðust and-
spænis langeldi, líkt og þau teygi sig í áttina til hans. Sums staðar
eru steinar í frambrún setanna, einkanlega með-fram SA-hlið. Par má
jafnvel tala um óslitna steinaröð stafna í milli. Skálagólfið var stráð
þunnu lagi af grárri og gulri ösku, sem sums staðar var mjög erfitt
að greina. Hellur margar eru á gólfinu, án reglu eða iaðar.
3, mynd.
Á gólfi miðju, 3 m. frá þvervegg, er langeldstæði mjög vel varð-
veitt. Lengd þess er c. 1,45 m., en breiddin 0,40 til endanna og 0,50
m. urn miðju. Eldstæðið er þannig gert, að hellur eru reknar niður á
rönd allt í kring og standa aðeins 4 — 6 cm. upp úr og mynda líkt
og mjög grunnan kassa. Botninn er síðan fóðraður þrem stórum
hellum (sjá 3. mynd). Allmikil aska var á eldstæðinu og kringum það,
mest gul og grá, en mjög lítil viðarkola-aska. Pað er yfirleitt eftirtektar-
vert, hve lítið er af viðarkolaösku í rústunum. Langeldstæði þetta er
það merkasta, sem rústin hafði að geyma.
Stærð hins hússins, sem sennilega hefir verið eldhús, er þessi:
Gaflar 2,20 m. og 3,15 m. og hliðar báðar 3,60. Veggir þessa húss