Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 25
23
voru sérstaklega greinilegir á yfirborðinu. Oólfið er öskugólf með
hellum hér og þar. Hefir askan komið frá eldstæði við austurhlið,
0,65 m. frá stafni. Eldstæðið er þannig: Grafin hefir verið 0,20 m.
djúp hola í gólfið við vegginn. Til að hlífa veggnum hefir gríðarstór
hella verið reist frá botni holunnar, og nær hún nokkuð upp á vegg.
A hinar brúnirnar hafa verið lagðar hellur láréttar. í botninum voru
alls engir steinar. Holan hefir smárn saman fyllzt af ösku, og einnig
hefir mikil aska safnazt í kringum hana, og hefir eldstæðið þá verið
endurbætt með því að leggja nýja steina ofan á þá gömlu. Stærð
eldstæðisins er 0,50 m. á hlið (sjá 4. mynd). Fyrir framan eldstæðið eru
lagðar hellur og fram af þeim aftur nokkrir steinar, m. a. einn stór
steinn, sem er fastur í gólfinu og stendur all-langt upp úr því. Sýnilega
undirstaða einhvers, sem þarna hefir staðið.
4. mynd.
Prátt fyrir mikla leit varð ekki séð, hvar dyrnar höfðu verið, hvorki
á skálanum né eldhúsinu.
Einu munirnir, sem í rústunum fundust, voru þrír steinar með
götum. Allt eru það náttúrtegar myndanir, en ekki boruð göt, en
vafalaust hafa steinarnir verið hirtir í þeim tilgangi að nota þá, ann-
aðhvort sem kljásteina eða sökkur á net. Pá má og nefna, að einnig
fundust nokkrar hrosstennur og fáein bein, mjög fúin og snjáð.
Rúst II, sem lítillega var í grafið, gaf lítinn árangur. Par var þó
greinilegt eldstæði eða hlóðir, þrjár hellur í hvirfing og ein í botni.
Rraman við var hola full af ösku, sennilega feluhola. Lögun hússins
varð eigi séð. Ef til vill hefir þetta verið smiðjan, en það er þó óvíst.
Ekki getur leikið á tveim tungum, að stærri rústin er af
fornum skála. Má ráða það bæði af lögun hússins og gerð lang-