Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 34
32
sannsögulegar. En hjá því fer þó ekki, að maður liikar fremur við að
hera á þær brigður af þessum ástæðum. Það kann að vera nokkur
skýring á, að sagnir um 10. aldar atburði geymdust svo trúlega í minnum
Svarfdælinga öldum saman, að sveit þeirra er afskekkt og liggur ekki
í þjóðbraut hinna miklu tíðinda, þar sem nýir viðburðir skyggðu á
minning hinna eldri jafnharðan.
Þegar þannig hafa verið leiddar líkur að því, að höfundur Svarfo-ælu
hafi haft sannar heimildir um hinzta hvílustað helztu persóna sinna, er
það undarlegt, að hann skuli hafa rangar upplýsingar um gröf Karls
rauða, sem þó má heita mesti höfðingi sögunnar og eftirlæti höfundar.
Svarfdæla segir, að samkvæmt ósk Karls í lifanda lífi hafi lík hans verið
flutt út fyrir Karlsá og lagt þar í skip, og heiti þar síðan að Karlsá.
Enn þann dag í dag er það trú manna, að einhvers staðar í Karlsár-
landi sé haug Karls að finna, og er þá helzt bent á hól þann, er Bygg-
hóll er kallaður. En Daníel Bruun og Finnur Jónsson, sem gerðu mikla
rannsókn á þessum slóðum árið 1909, gátu ekki fundið þess nein
merki í Karlsárlandi yfirleitt, að þar hefði nokkurn tíma verið heygður
maður, hvað þá með þeim höfðingsbrag, sem Svarfdæla vill vera láta.
Aftur á móti fundu þeir merkasta grafreitinn, sem enn befir verið rann-
sakaður á landi hér frá heiðni, hjá Höfn í Dalvík sunnan við Brimnesá,
rétt hjá eða á þeim stað, sem Svarfdæla segir, að Karl hafi fallið á og
lýsir svo samvizkusamlega, að öll sagan verður hin sennilegasta. (Finn-
ur Jónsson og D. Bruun: Dalvík-Fundet, Aarb. for nord. Oldkh. og Hist.
1910). Það væri því þegar af þessu líklegt, að Karl væri grafinn í þess-
um grafreit, sem einmitt virðist vera fjölskyldugrafreitur frá Upsum, bæ
Karls rauða. Við það bætist svo, að Svarfdæla tekur það fram um
Karl rauða, einan allra svarfdælskra höfðingja, að hann væri lagður í
skip, og við rannsókn grafreitsins kom í ljós, að einn þeirra, sem þar
hvíldu, hafði einmitt verið grafinn í litlu skipi. Þegar athugað er í sam-
einingu vitnisburður sögunnar og niðurstaða rannsóknarinnar, virðist
það of mikil tortryggni, að efast um, að þessi maður sé Karl rauði.
Nú er það mála sannast, að það skiptir í sjálfum sér ekki miklu
máli, hvort Karl rauði var grafinn hér eða þar, en er rannsaka á sann-
indi munnmælanna, sem Svarfdæla er samin úr, varðar það miklu, því
að sagan gefur hér upp allt annan stað, og hefir því rangt fyrir sér
að öllum líkindum. Hvað veldur nú þessari missögn? Það hygg ég, að
sé blátt áfram bæjarnafnið Karlsá. Alþýða manna hefir vafalaust snemm’a
farið að setja það í samband við nafn Karls rauða og þá um leið að
hugsa sér stærsta hólinn í landareigninni haug hans. Höfundur Svarf-
dælu efast hvergi um, að Karl hafi búið á Upsum, en heldur samt