Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 36
Þingstaðurinn forni á Þingvelli. Pau fimm ár, sem jeg var prestur á Pingvöllum, 1923—28, gekk jeg oft um þingstaðinn forna og var að hugleiða, hvar mestar líkur væru fyrir því, að »Lögberg« og »Lögrjetta« mundu hafa verið til forna, því að jeg var frá byrjun sannfærður um, að »Lögberg« var aldrei á þeim stað, sem nú er talið og merkt sem »Lögberg« á austurbarmi Almannagjár, norðan Snorrabúðar. Pað, sem fyrst benti mjer á, að sá staður væri vafasamur, var það, að tveir jafnmiklir fræðimenn og þeir prófessor Björn M. Ólsen og Matthías Pórðarson fornmenjavörður gátu ekki komið sjer saman uni, hvar »Grýla«, búð Snorra Sturlusonar, sem byggð var samkv. Sturl- ungu: »upp frá Lögbergi«, stóð, og augljóst mál, að báðir höfðu á röngu að standa, ef farið væri niður til búðar þeirrar frá lögbergi, eins og þeir þó báðir telja, að hafi verið, er annar, Björn M. Ólsen, telur að Grýla hafi verið niður við á, fyrir neðan hallinn, en hinn, Matthías Pórðarson, að hún liafi verið niðri í gjánni, í vestur frá þessu svo-nefnda »Lögbergi«. Peir virðast hafa slegið því föstu fyrirfram, að þessi staður á gjárbarminum eystra væri lögberg og orðið því í vandræðum með Grýlu. Petta mannvirki, sem nú er merkt »Lögberg«, segir M. P. að sje »langstærsta mannvirkið á hinum forna þingstað« (Árb. Fornl. fjel. 1921 — 22, bls. 80), en það er engan veginn rjett, flestar elztu búðaleifarnar virðast hafa verið eins stórar eða stærri, og mannvirkið milli Brennu- gjár og Flosagjár er til muna stærra. En það virðist hafa verið eitt með öðru, sem studdi að því, að M. Þ. vill telja þetta mannvirki á austurbarmi Almannagjár sem lögberg, að það var svo mikið mann- virki og erfitt að gjöra það, sem mjer virðist þó heldur benda í gagn- stæða átt. Við rannsókn Sigurðar Vigfússonar 1880 kom það í ljós, að í glufu undir þessu mannvirkijfannst aska, og um það segir M. P (Árbók, ’21 — 22, bls. 85): »mjer fyrir mitt leyti þykir líklegast, að þessi aska hafi verið borin þarna í glufuna til þess að koma henni frá einhverri búð- inni, sennilegast frá Snorrabúð, sem næst var«, og er það án efa rjett
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.