Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 37
35
á litið, nema því að eins, að þarna hafi staðið búð og askan sje frá
henni sjálfri. En hvort heldur sem er, þá er þessi aska sönnun þess,
að lögberg hefur ekki verið þarna, þegar askan var flutt þangað. Það
er vart hugsanlegt, að neinn maður hefði látið bera öskuna frá búð
sinni á jafn-helgan stað sem lögberg var og fleygja henni þar, enda
mundu höfðingjarnir hafa unað því illa, að sitja í öskuryki á lögbergi,
ef vindur bljes. En hafi búð staðið þarna, er mannvirkið leifar hennar
en ekki lögbergs.
Aðalástæðuna fyrir því, að lögberg hafi verið á gjárbarminum eystra,
telja þeir, sem því halda fram, að líklegt sje, að fornmenn liafi einmitt
valið þann stað, sem hljóðbærast er á Þingvöllum, fyrir lögberg, en af
gjárbarminum er mjög hljóðbært. En við athugun gat jeg ekki fundið
neitt í sögum vorum, sem bendir til þess, að það hafi verið sjerstak-
lega hljóðbært frá lögbergi, heldur hið gagnstæða, ef nokkuð er, því
þegar Mörður Valgarðsson stefndi Flosa og Eyjólfi Bölverkssyni til
fimmtardóms frá lögbergi, þá heyrðu þeir ekki stefnuna, enda þótt þeir
stæðu úti, hjá lögrjettunni, og vissu ekki um hana fyr en maður
nokkur kemur til þeirra og segir þeim frá því, að búið sje að stefna
þeim, og þó þótti Mörður »allra manna málsnjallastr« (Sbr. Njálu, útg.
1894, bls. 354).
Tvö handrit frá 17. -— 18. öld af Sturlungu setja í staðinn fyrir: »Snorri
let gera bvð þa vpp fra logbergi, er hann kallaði Grylv.« »Snorri let
gera bvð þa vpp fra logréttu« o. s. frv., og um það segir M. P>, (Árb.
’21—22, bls. 92): »Pá var lögrjettan nefnilega vestan ár og einmitt rjett
hjá lögbergi . . . hefur Grýla einmitt verið upp frá þeim stað, er lög-
rjettan stóð á, er þessi handrit voru skrifuð,« og þess vegna heldur hann,
að afritarinn hafi skipt um, sett lögrjettu, sem hann vissi, hvar stóð, fyrir
lögberg, sem hann vissi ekki, hvar var. Petta virðist algjörlega rjett at-
hugað af M. Þ., en þá hefur líka afritarinn þótzt vita með vissu, hvar
Grýla hefur staðið, einmitt upp frá lögrjettu, þar sem hún þá var, en
þar »upp frá« er ekki um neitt annað manuvirki að ræða en það, sem
merkt er nú með Lögberg, eða þetta stóra mannvirki á eystra barmi
Almannagjár; svo á 17.—18. öld hefur þetta mannvirki verið talið Grýla
Snorra Sturlusonar.
Búðir þær, sem bræður Snorra tjölduðu það sumar, er Snorri reisti
Grýlu, hafa eflaust verið búðirnar í skarðinu, Snorrabúð og Hlaðbúð,
og því eðlilegast, að Snorri reisti líka sína eigin búð vestan ár þetta
sumar, og það á þeiiu stað, sem vel sást yfir Þingvöll og til ferða manna
þar, svo hann gæti verið við öllu búinn, og þá var ekki um hentugrj
stað að ræða en þarna á gjárbarminum rjett hjá Snorrabúð, en til þess,
3'