Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 47
45 eftirminnilegt, hve vel heyrðist þaðan ti) leikandanna og hvernig menn stóðu í stórhópum og hlustuðu bæði vestan ár og austan. En ekki verður sagt, að betur heyrist af lögbergi en öðrum hfutum gjárbarms- ins, og því verður ekki af þessu, hversu hljóðbært er á gjárbarminum, unnt að benda á, hvar lögberg hafi verið |3ar. Að sjálfsögðu hafa forn- menn gert sjer glögga grein fyrir því, að ákjósanlegast var, að hljóð- bært væri á lögbergi, og iná hver maður skilja það, sem athugar, til hvers lögberg hafi verið haft, að þar þurfti að vera hljóðbært og að það hlýtur að hafa verið valið og fastákveðið með tilliti til þess. — Frásögnin í Njálssögu um það, að þeir Flosi Pórðarson og Eyjólfur Bölverksson liafi ekki heyrt stefnur Marðar Valgarðssonar í brennu- málunum, — er hann stefndi Flosa »um þat, er hann gaf fé til liðs sér á þinginu,« og Eyjólfi »um þat, er hann hafði 'þegit féit,« og enn fremur þeim báðum, öðrum stefnum, »um |Dá sök, er þeir báru vætti þau á þingi, er eigi áttu máli at skipta með mönnum at lögum,« — þessi frásögn sýnir það hvorki nje sannar, að ekki hafi verið hljóð- bært að lögbergi. Hún verður að skoðast í sambandi við annað, sem sagt er frá. Vígsmál Helga Njálssonar á hendur Flosa Bórðarsyni var komið fyrir Austfirðinga-dóm, sem setið hefir fyrir austan á; þar voru þeir því önnum kafnir við málið, FIosi og Eyjólfur, og sjálfsagt hefir allur meginþorri þingmanna verið þar staddur einnig, því að áhugi flestra, sem á þinginu hafa verið; mun hafa beinzt að þessum stórmálum. Flestir hafa vænzt þess, að heyra dómana kveðna upp. En þá lýsti Eyj- ólfur yfir því, að málið væri »sótt í annars fjórðungs dóm en vera átti, og var við búið, að hann myndi stefna þeim Merði fyrir þingsafglöpun, búa til fimmtardómsmál. — Er þegar í stað sendur maður til að segja þetta Pórhalli Ásgrímssyni, og biður Pórhallur manninn fara aftur sem skjótast til Marðar og segja honum, að liann skuli verða fyrri til að búa til fimmtardómsmál á hendur Flosa og Eyjólfi. »Nú fór sendi- maðrinn í braut ok sagði þeim Merði ok Ásgrími; síðan gengu þeir til lögbergs,« og flutti Mörður fram stefnur sínar þegar í stað, á alls- endis löglegan hátt. Urðu þeir Flosi og Eyjólfur ekki varir við þetta fyrr en því var lokið, enda voru þeir Mörður ekki skyldir til að gera þeim aðvart um fyrirætlanir sínar. Fyrr en þá Flosa hefir varað, hafði Mörður flutt fram hinar nýju stefnur sínar. »Litlu síðar v{ir þeim sagt, Flosa ok Eyjólfi, at þeim var stefnt at lögbergi í firnmtardóm, tveim stefnum hvárum þeirra. Eyjólfur mælti þá: »Illu heilli höfu vér hér dvalizk, er þeir hafa fyrri orðið at bragði at stefna en vér.« Þeir voru með allan hugann við málin fyrir Austfirðingadómi og hafa ekki tekið eftir, hvað fram fór að lögbergi á meðan, — þótt þeir hefðu vel mátt heyra það, hefðu þeir veitt því athygli. Það er engan veginn víst, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.