Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 54
52
Kenningin um lögberg á Spönginni hefur verið búin að festa
vel rætur, þegar sjera Jón skrifaði þessar skrár sínar, 1783. Hann
segir því hiklaust: »Stendur Guðmundar ríka [búð] næst Þorgeirs
Ljósvetningaþgoða] búð, fyrir vestan ána; áður var hans búð fyrir
norðan ána, nærri því gamla Lögbergi«. Og enn fremur: »Lögbergið
er fyrir austan ána; eru þar vatnsgjár á báðar síður«. Er þetta sam-
kvæmt búðaskránni frá 1709, þótt sagt sé með öðrum orðum að
mestu leyti. Pá grein eða klausu, sem er hin þriðja í röðinni í búða-
skrá Sigurðar lögmanns, um »Kross-skarð« og hleðsluna á gjárbarm-
inum milli þess og Snorrabúðar, setur sjera Jón síðast, og eru orð
hans þannig: »Hleðslan, sem þar er á milli á gjárbarminum, var áður
fjórðungsdómaþingstaður.1) Menti kalla nú það pldss Kristna-Lögbcrg.«
Prátt fyrir allt: Hin fornhelga, þjóðfræga hæð hafði enn ekki verið
svift sínu rjetta nafni, sem hún hafði hlotið í fornöld, sennilega þegar
á upphafsárum alþingis. Enn, 1783, kalla menn »það pláss« Lögberg,
»Kristna-Lögberg« — svo mátti og vel nefna það, því að lengst hafði
það og þingið verið »kristið,« en heitið /C/7s///a-Lögberg hefur að sjálf-
sögðu ekki verið eldra en kenningin um, að »Jga////a-Lögberg« hafi verið
fyrir austan ána. — Nú skilst, ef til vill, betur, hvers vegna Sigurður
Björnsson segir í búðaskrá sinni: »skamt frá því gamla Lögbergi, sem
millum gjánna varg og hvers vegna hann hefur ekki viljað segja »er,«2)
eða að eins: skamt frá Lögbergi, sem millum gjánna var. Hann liefur
sennilega þekkt annan stað, sem kallaður var Lögberg, en honum hefur
þótt það ósamrímanlegt við Njálssögu, að lögberg hafi verið ]oar á dög-
um Njáls. Og svo sleppir hann að minnast á það. En annar varð til
þess, áður en það yrði um seinan.
Sjera Jón Steingrímsson lifði nokkur ár eftir þetta; hann andaðist
11. dag Ágústmánaðar 1791. Víst hefur hann munað þetta til æviloka,
hvar »það pláss« var á alþingisstaðnum, sem hjet Lögberg og var
kallað Kristna-Lögberg, til aðgreiningar frá öðrum stað, er menn nefndu
þá Lögberg eða Gamla-Lögberg. Sjö ár eftir fráfall hans var haldið al-
þingi á hverju sumri á hinum forna alþingisstað og enn tvö ár eftir það í
Reykjavík. Sennilega hafa þau níu ár enn lifað þeir menn, ef til vill
margir, sem vissu það eins vel og prófasturinn í Skaftafellssýslu, að
þetta pláss á gjábarminum hjet þannig, svo að með góðum rökum
verði sagt, að unz alþingi var lagt niður árið 1800, þekktist hið rjetta
nafn, Lögberg á hinum rjetta stað þess.
f>að sýnist nú svo, sem þetta allt saman, staðhættir, fornleifar,
1) Tekið nær orðrjett úr búðaskrá Sigurðar lögmanns.
2) Hann hefur skrifað jjað orð fyrst, en strikað yfir það og skrifað vai fyrirofan.