Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 56
54 stað, þar sem lögrjetta hefði verið. Sjera Guðmundur segir hiklaust, að Porleifshaugur standi »norðan við mynni Brennugjár«. Á hann við hæðina eða hólinn þar, sem Sigurður Guðmundsson telur í Alþst., bls. 44, að sumir segi, að verið hafi Þorleifshaugur'). Raunar efast jeg um, að þeir menn hafi haft nokkrar ábyggilegar eða gamlar sagnir fyrir sjer, en þeir kunna að hafa byggt þetta á því, sem Jón Ólafsson segir um Þorleifshaug í riti sínu um fornmannahauga (1753, eftir athugun frá 1720—26), að hann sje »fyrir austan (eða austanfram-við) Öxará«. Vil jeg ekki fortaka, að þarna sje sá haugur, sem Jón á við, en ekki vil jeg hiklaust kalla hólinn P>orleifshauga). En rjett er það, að þessi hóll eða haugur er norður af þeim stað austan ár, þar sem jeg ætla, að lögrjetta hafi verið, unz hún var flutt, — annaðhvort út í hólma eða vestur-fyrir á; þangað virðist hún hafa verið færð 1594. Sjera Guð- mundur segir, að »hún gæti líka hafa verið uppi á hrauninu þar austur af». Ekki þykir mjer það koma heim við Ölkofra-þátt, 4.—5. kap. Þar er frásögn um atburði, sem ættu að hafa gerzt um 1025, eða mjög skömmu áður, eftir því að dæma, hverjir við þá eru sagðir rið- nir. Eftir að þeir Þorsteinn Síðu-Hallsson og Broddi Bjarnason höfðu rætt við Ölkofra í búð sinni og heitið honum liðveizlu í máli hans, ganga þeir Broddi, menn hans og Ölkofri út úr búðinni. »Síðan ganga þeir upp á völluna. Var þar fyrir margt manna; höfðu þeir þá verit í lögréttu. — En er aðrir menn höfðu í brott gengit, þá sátu þeir eptir, Guðmundr (ríki) ok Skapti (lögsögumaðr), ok ræddu um lög. Broddi ok förunautar hans reikuðu um völluna, en Ölkofri gekk 1) Sigurður hefir skrifað aftan-á frumdrátt af Þingvalla-korti sínu þessa minnis- grein: Hólinn vestan-við Brennugjáar-kjaptinn liafa sumir kallað Þorleifshaug. Sögn saraaj, þ. e. Björns Björnssonar, prests á Þingvölhnn, Pálssonar, prests s. st., Þorláks- sonar. Björn ólst upp á Þingvöllum, hjá föður sínum, og var þar vel kunnugur. Hann varð bóndi á Heiðarbæ. - Sjera Páll, afi hans, sagði í fornleifaskýrslu sinni 1817: • Fyrir landskjálfta þá, er urðu árið 1789, sást haugur Þorleifs jarlaskálds á hólma þeim hér í Öxará á Þingvöllum, hvar liann var veginn og sem ennú í dag er við hann kendur og kallaður Þorleifshólmi; en í nefndum landskjálfta opnaðist gjá gegnum hólmann, er tók hauginn, svo nti sést ekkert eftir af honum . — Sjá um Þorleiíshaug e. fr. í Kálund, Isl. Beskriv., I., bls. 123-25, og Árb. 1921-22, bls.71—73. 2) Jón Ólafsson segir m. a. (sbr. Antiq. Ann., II., 186—87), að í Þorleifshaugi þeim, sem hann á við, hafi að sögn fundizt Freyshestur« úr málnti. Nú er að sönnu getið um messingarhest« í Víga-Glúms-sögu, 12. k., en þar mun vera um missögn að ræða, því að messingarhestar virðast engir hafa verið til á 10. öld, held- ur 3 öldum síðar; voru eins konar norsk met, 2, 4 eða 8 aurar að þyngd flestir, á dögum Hákonar háleggs. Sje hjer um haug Þorleifs jarlsskálds að ræða og hafi messingarhestur fundizt í honum á síðari öldum, þá verðttr að gera ráð fyrir, að hann ltafi á einn eða annan hátt farið í hauginn á 14. öldinni. — Sbr. e. fr. Árb. 1921 22, bls. 61 og 71—73, og þatt rit, sem þar er vitnað í. 3) Árb. 1921—22, bls. 74-75.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.