Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 56
54
stað, þar sem lögrjetta hefði verið. Sjera Guðmundur segir hiklaust,
að Porleifshaugur standi »norðan við mynni Brennugjár«. Á hann við
hæðina eða hólinn þar, sem Sigurður Guðmundsson telur í Alþst., bls.
44, að sumir segi, að verið hafi Þorleifshaugur'). Raunar efast jeg um,
að þeir menn hafi haft nokkrar ábyggilegar eða gamlar sagnir fyrir sjer,
en þeir kunna að hafa byggt þetta á því, sem Jón Ólafsson segir um
Þorleifshaug í riti sínu um fornmannahauga (1753, eftir athugun frá
1720—26), að hann sje »fyrir austan (eða austanfram-við) Öxará«. Vil
jeg ekki fortaka, að þarna sje sá haugur, sem Jón á við, en ekki vil
jeg hiklaust kalla hólinn P>orleifshauga). En rjett er það, að þessi hóll
eða haugur er norður af þeim stað austan ár, þar sem jeg ætla, að
lögrjetta hafi verið, unz hún var flutt, — annaðhvort út í hólma eða
vestur-fyrir á; þangað virðist hún hafa verið færð 1594. Sjera Guð-
mundur segir, að »hún gæti líka hafa verið uppi á hrauninu þar austur
af». Ekki þykir mjer það koma heim við Ölkofra-þátt, 4.—5. kap.
Þar er frásögn um atburði, sem ættu að hafa gerzt um 1025, eða
mjög skömmu áður, eftir því að dæma, hverjir við þá eru sagðir rið-
nir. Eftir að þeir Þorsteinn Síðu-Hallsson og Broddi Bjarnason höfðu
rætt við Ölkofra í búð sinni og heitið honum liðveizlu í máli hans,
ganga þeir Broddi, menn hans og Ölkofri út úr búðinni. »Síðan
ganga þeir upp á völluna. Var þar fyrir margt manna; höfðu þeir þá
verit í lögréttu. — En er aðrir menn höfðu í brott gengit, þá sátu
þeir eptir, Guðmundr (ríki) ok Skapti (lögsögumaðr), ok ræddu um
lög. Broddi ok förunautar hans reikuðu um völluna, en Ölkofri gekk
1) Sigurður hefir skrifað aftan-á frumdrátt af Þingvalla-korti sínu þessa minnis-
grein: Hólinn vestan-við Brennugjáar-kjaptinn liafa sumir kallað Þorleifshaug. Sögn
saraaj, þ. e. Björns Björnssonar, prests á Þingvölhnn, Pálssonar, prests s. st., Þorláks-
sonar. Björn ólst upp á Þingvöllum, hjá föður sínum, og var þar vel kunnugur. Hann
varð bóndi á Heiðarbæ. - Sjera Páll, afi hans, sagði í fornleifaskýrslu sinni 1817:
• Fyrir landskjálfta þá, er urðu árið 1789, sást haugur Þorleifs jarlaskálds á hólma
þeim hér í Öxará á Þingvöllum, hvar liann var veginn og sem ennú í dag er við hann
kendur og kallaður Þorleifshólmi; en í nefndum landskjálfta opnaðist gjá gegnum
hólmann, er tók hauginn, svo nti sést ekkert eftir af honum . — Sjá um Þorleiíshaug
e. fr. í Kálund, Isl. Beskriv., I., bls. 123-25, og Árb. 1921-22, bls.71—73.
2) Jón Ólafsson segir m. a. (sbr. Antiq. Ann., II., 186—87), að í Þorleifshaugi
þeim, sem hann á við, hafi að sögn fundizt Freyshestur« úr málnti. Nú er að
sönnu getið um messingarhest« í Víga-Glúms-sögu, 12. k., en þar mun vera um
missögn að ræða, því að messingarhestar virðast engir hafa verið til á 10. öld, held-
ur 3 öldum síðar; voru eins konar norsk met, 2, 4 eða 8 aurar að þyngd flestir, á
dögum Hákonar háleggs. Sje hjer um haug Þorleifs jarlsskálds að ræða og hafi
messingarhestur fundizt í honum á síðari öldum, þá verðttr að gera ráð fyrir, að hann
ltafi á einn eða annan hátt farið í hauginn á 14. öldinni. — Sbr. e. fr. Árb. 1921
22, bls. 61 og 71—73, og þatt rit, sem þar er vitnað í.
3) Árb. 1921—22, bls. 74-75.