Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 57
55 í lögréttuna-« Svo er að sjá af þessari frásögn, að lögrjetta liafi þá verið á völlunum norðan ár eða austan, en ekki uppi á hrauninu milli þeirra og Flosagjár. — Lögrjettuþáttur í Grágás hefst á svo-hljóðandi ákvæði: »Lögréttu skulu vér ok eiga, ok hafa hér hvert sumar á alþingi, ok skal hún sitja í þeim stað ávallt, sem lengi hefir verit.« Sennilega er þetta ákvæði ekkert nýmæli, varla yngra en frá því að lögrjettuþáttur var fyrst settur á bókfell, líklega snemma á 12. öld. Pá má benda á frásögnina í Sturlungasögu (útg. Kál., i. 461), um það, þegar við sjálft lá, að orusta yrði á völlunum hjá lögrjettu sumarið 1234. Segir þar svo m. a.: »Þeir Kolbeinn (ungi) hljópu þegar upp ok heim til búðar, ok tóku brynjur sínar ok spjót ok skjöldu, ok gengu síðan suðr yfir á ok upp á völlu. — — — Kolbeinn —--------------- hét á þá Orm (Svínfelling) ok Þórarinn (bróður hans) til liðveizlu. Bjuggusk þeir þá allir til bardaga ok fylktu liði sínu á völlunum fyrir neðan lögréttu, milli ok Austfirðingabúðar.« — Hjer er sagt, »suðr yfir á«, sennilega með tilliti til þess, að þeir Kolbeinn hafa gengið suður frá búð sinni, vestan ár, og til brúar á ánni, farið yfir á brúnni og gengið síðan upp á völlu. Þeir fylktu liði sínu á völlunum milli Austfirðingabúðar og lögrjettu. — Það er ekki unnt að benda ná- kvæmlega á þann stað, er sú búð var á, en meiri líkur eru til, að hún og aðrar búðir á völlunum austan ár hafi verið þar sunnarlega með ánni, þar er nú brotið land, og kunna fornar tóttir að hafa eyðzt, en nokkrar leifar eru þar þó enn eftir. — En eftir þessari frásögn virðist lögrjetta hafa verið enn snemma á 13. öld á völlunum, skammt fyrir ofan Austfirðingabúð. Ekkert bendir til, að lögrjetta hafi á lýð- veldistímabilinu verið annars staðar en á völlunum fyrir austan á, og að líkindum hefir hún verið þar austur frá lögbergi. Eftir 1271, er þingfararbálkur Járnsíðu var lögtekinn og alþingishaldið breyttist, var lögrjetta enn höfð, nefndir 36 'menn til lögrjettusetu, og hið sama átti sjer stað eftir að Jónsbók hafði verið lögtekin, 1281, hjelzt þetta alla tíð meðan lögrjetta var austan ár (og lengur, allt til 1718). Fara engar sögur af því, að hún hafi verið færð þarneitttil eða höfð á öðrum stað en verið hafði á dögum lýðveldisins. Af vitnisburði sjera Svarts Árnasonar á Ríp 1592 um frásögn tveggja nafngreindra manna af hrakningum Jóns lögmanns Sigmundssonar á alþingi snemma á 16. öldinni (1506?)L) má sjá, að lögrjetta hefir þá verið í hólma, og »ein mjó bryggja lá yfir um ána«; er hún einnig kölluð »trjeð« í frá- 1) Sjá Morðbrjefabæklinga Gnðbrands biskups Porlákssonar, R.-vík 1902 -6 (Sögurit 1), bls. 215—16. — Sains konar vitnisburði gáfu um sama leyti 2 aðrir menn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.