Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 57
55
í lögréttuna-« Svo er að sjá af þessari frásögn, að lögrjetta liafi þá
verið á völlunum norðan ár eða austan, en ekki uppi á hrauninu milli
þeirra og Flosagjár. — Lögrjettuþáttur í Grágás hefst á svo-hljóðandi
ákvæði: »Lögréttu skulu vér ok eiga, ok hafa hér hvert sumar á
alþingi, ok skal hún sitja í þeim stað ávallt, sem lengi hefir verit.«
Sennilega er þetta ákvæði ekkert nýmæli, varla yngra en frá því að
lögrjettuþáttur var fyrst settur á bókfell, líklega snemma á 12. öld. Pá
má benda á frásögnina í Sturlungasögu (útg. Kál., i. 461), um það,
þegar við sjálft lá, að orusta yrði á völlunum hjá lögrjettu sumarið
1234. Segir þar svo m. a.: »Þeir Kolbeinn (ungi) hljópu þegar upp
ok heim til búðar, ok tóku brynjur sínar ok spjót ok skjöldu, ok
gengu síðan suðr yfir á ok upp á völlu. — — — Kolbeinn —---------------
hét á þá Orm (Svínfelling) ok Þórarinn (bróður hans) til liðveizlu.
Bjuggusk þeir þá allir til bardaga ok fylktu liði sínu á völlunum fyrir
neðan lögréttu, milli ok Austfirðingabúðar.« — Hjer er sagt, »suðr
yfir á«, sennilega með tilliti til þess, að þeir Kolbeinn hafa gengið
suður frá búð sinni, vestan ár, og til brúar á ánni, farið yfir á brúnni
og gengið síðan upp á völlu. Þeir fylktu liði sínu á völlunum milli
Austfirðingabúðar og lögrjettu. — Það er ekki unnt að benda ná-
kvæmlega á þann stað, er sú búð var á, en meiri líkur eru til, að
hún og aðrar búðir á völlunum austan ár hafi verið þar sunnarlega
með ánni, þar er nú brotið land, og kunna fornar tóttir að hafa eyðzt,
en nokkrar leifar eru þar þó enn eftir. — En eftir þessari frásögn
virðist lögrjetta hafa verið enn snemma á 13. öld á völlunum, skammt
fyrir ofan Austfirðingabúð. Ekkert bendir til, að lögrjetta hafi á lýð-
veldistímabilinu verið annars staðar en á völlunum fyrir austan á, og
að líkindum hefir hún verið þar austur frá lögbergi. Eftir 1271, er
þingfararbálkur Járnsíðu var lögtekinn og alþingishaldið breyttist, var
lögrjetta enn höfð, nefndir 36 'menn til lögrjettusetu, og hið sama
átti sjer stað eftir að Jónsbók hafði verið lögtekin, 1281, hjelzt þetta
alla tíð meðan lögrjetta var austan ár (og lengur, allt til 1718). Fara
engar sögur af því, að hún hafi verið færð þarneitttil eða höfð á öðrum
stað en verið hafði á dögum lýðveldisins. Af vitnisburði sjera Svarts
Árnasonar á Ríp 1592 um frásögn tveggja nafngreindra manna af
hrakningum Jóns lögmanns Sigmundssonar á alþingi snemma á 16.
öldinni (1506?)L) má sjá, að lögrjetta hefir þá verið í hólma, og »ein
mjó bryggja lá yfir um ána«; er hún einnig kölluð »trjeð« í frá-
1) Sjá Morðbrjefabæklinga Gnðbrands biskups Porlákssonar, R.-vík 1902 -6
(Sögurit 1), bls. 215—16. — Sains konar vitnisburði gáfu um sama leyti 2 aðrir menn.