Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 58
56
sögnirmi. Hefir það verið lagt yfir kvísl af ánni annars vegar hólmans;
en sá endinn, sem í land horfði, slapp niður, er Jón gekk út í
hólmann; fjell Jón í ána, en flaut að hólmanum og var dreginn þar
upp. Ovíst er, hversu lengi þetta fyrirkomulag hefir verið haft áður
en þessi atburður gerðist, og hvernig á því hefir staðið, að lögrjetta
var þá í hólma í ánni, og hvar sá hólmi var í ánni. Um hálfri öld
síðar, 14. Júlí 1560, ber Páll Stígsson höfuðsmaður þetta mál upp
fyrir konungi, Friðriki 2., í brjefi sínu til lians1); gefur Páll konungi til
kynna, að sá staður, sem kallast lögrjetta og vant sje að halda al-
þingi á, sje niður fallinn og hart-nær eyddur af vatni, svo að varla
sje hægt að halda alþing þar lengur á sama stað, enda hafi lög-
menn kvartað yfir því og beðið um leyfi konungs til, að lögrjettan
mætti vera haldin á öðrum stað, sem þeim og honum (þ. e. Páli)
sýnist bezt til þess fallinn og hentugt sje. Ekki getur Páll þess, að
lögrjetta hafi verið eða sje höfð á hólrna í ánni, en varla er ástæða
til að efast um, að alltaf hafi verið reynt að hafa lögrjettu á sama
blettinum, sem hún hafði jafnan verið á, ella hefði ekki verið nein
ástæða til að notast við þennan óhentuga lögrjettu-stað í lengstu lög
og biðja um leyfi konungs til þess að mega nota annan hentugn.
Lögmönnum og öðrum alþingismönnum hefir sennilega ekki gengið
það til með umkvörtunum sínum, að reyna að fá annan alþingisstað,
heldur einungis leyfi konungs til að hafa annan betri lögrjettustað á
Þingvelli. Sjest það af því, er síðar kom fram og enn skal sagt. Pessi
fastheldni við hinn óhentuga lögrjettustað, sem var orðinn eyddur af
vatnagangi, bendir helzt til þess, að liann hafi verið hinn forni lög-
rjettustaður, og að hann hafi verið á völlunum austan við ána; sem
hún hefir brotið, en ekki uppi á völlunum fyrir norðan hana, og því
síður uppi á hrauninu austan- eða sunnan-við, þar sem áin hefir
aldrei náð til. Pað, að lögrjetta er á hólma á 16. öldinni, eins og sjest
af vitnisburði Svarts prests og kemur fram í leyfi konungs til að
flytja hana, eða jafnvel alþingi2), kann að vera svo til-komið, að kvísl
af ánni hafi þá þegar verið búin að brjóta sjer farveg austan-við þann
stað, sem lögrjetta var á. Hólminn, sem hún var á og átt er við í
þessum skjölum frá 16. öldinni, hefir sýnilega verið einhver smá-
hólmi, líklega vestan-undan mynni Brennugjár3); á aðalhólmanum, sem
1) ísl. fornbrs. XIII.. bls. 505.
2) Sjá Árb, 1921—22, bls. 74.
3) Engin ábyggileg skrif eða mnnnmæli eru fyrir því, að lögrjettan liafi verið
færð út í þennan liólma, enda engan veginn ósennilegt, að liann liafi myndazt á
þann hátt, er nn var sagt. Allt svæðið suður-af hraunbunginni, sem hinn áður-nefndi