Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 61
59 sögninni í Sturlungasögu: »Kolbeinn gekk með flokk sinn vápnaðan upp í virki þeirra bræðra, Orms ok Pórarins«. Sjera Guðmundur telur svo miklar líkur til, að »rúst þessi,« er hann nefnir svo, »sjeu leifar af lögrjettu hinni fornu,« »að það megi teljast sem fullar sannanir,« fyrir því, að hún sje það, eða lögrjetta hafi verið þarna. — Pá hefði lögrjettu, og fimmtardómi síðar, ekki verið valinn hentugur staður, á mjórri (45—50 m. breiðri), sprunginni spildu milli Brennugjár, sem að sönnu er ekki djúp, en myndi þó óþægileg að falla ofaní, og Flosagjár, sem er þarna talsvert djúp, með með vatni í og sumstaðar lágum hömrum upp-af. Þykir mjer sem ekki þurfi annað en athuga upphafið af sjálfum lögrjettuþætti til þess að geta gengið úr skugga um það, að þarna hefði lögrjettu ekki verið kjörinn heppilegur staður. M. a. er tekið fram, að »þar skuli pallar þrír vera umhverfis lörjettuna, svá víðir, at rúmlega megi sitja á hverjum þeira fernar tylftir manna«; »á miðpalli eiga byskupar várir rúm«, auk þess. »Út frá pöllum á alþýða at sitja. Þeim mönnum einum er rétt at standa upp at lögréttu, þá er þar skal köra lög eða lof, er um mál manna skulu niæla, ok þeim öðrum, er yztir eru þeirra, er þar eru komnir. Útlagr er hverr þrem mörkum, er eigi görir svá, ok á sá sök, er vill. En ef menn troðask svá mjök at lögrjettu fyrir öndkost eða gera þar hrang þat eða háreysti, at fyrir því afglapask mál manna, ok varðar þat fjörbaugsgarð sem öll þingsafglöpun«. Petta sýnir nokkuð, að stór liefir Iögrjettan þurft að vera, — bekkirnir allir þurft mikið rúm, og mannmargt hefir stundum verið þar umhverfis, þegar lög- rjetta var rudd, þ. e. hafði fundi. Og þó að ekki væru fleiri en fernar tylftir manna í fimmtardómi, og ekki dæmdu í hverju máli fleiri en þrennar tylftir, tóku lögrjettupallarnir, þar sem fimmtardómur átti setu, sama rúm, og ekki hefir þingheimur síður flykkzt að honuin, er mönnum þótti hann dæma um merk mál. Hefði verið óhentugt, að hafa við lögrjettu aðkreppt af gjám á tvo vegu, og allmikla lægð á hinn þriðja. sunnan-undir hraunbungunni. Ekki þykir mjer líklegt, að lögrjetta hafi verið mikið mannvirki fyr á öldum, og ekki hefir þeim Sigurði Guðmundssvni og Sigurði Vigfússyni virzt það heldur. Segir hinn fyrrnefndi m. a. (í Alþst., bls. 42): »Hefði verið um lögréttuna vanalegur dómhringur, hlaðinn af torfi og grjóti, mundi hann efalaust eins sjást á Pingvelli enn í dag, eins og á flestum héraðsþingstöðum, en þess sjást engin merki, hvorki í hólmanum, né á Völlunum, og er þó víst, að lögrjettan var þar«. Hann hefur álitið, að því, er virðist, að lögrjettupallarnir, eða bekkirnir, svo sem hann nefnir þá, hafi verið úr timbri, er lögrjetta var í Öxarárhólma, þar senr hann kvað vera leiíar hennar. »f>að sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.