Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 62
60
nú sést votta fyrir (D: þar) er efalaust leifar af hieðslu þeirri eða upp-
liækkun, sem hefir verið hlaðin undir bekkina«. En ekki hefir sú
upphækkun verið mikið mannvirki; aldrei hef jeg getað sjeð hana (sbr.
Árb. 1921-22, bls. 77, aths. 2 nmáls.). En Sigurður Vigfússon segir
berum orðuni (í Árb. 1880-81, bls. 26); »Undir lögréttunni hefir hlotið
að vera nokkur upphækkun, og hygg eg, að menn hafi setið á tré-
bekkjum, því að það er óhugsandi, að hér hafi verið torfpallar, og að
hinir skrautbúnu höfðingjar landsins hafi setið á torflmausum, því að,
eins og vér vitum, getr jörðin oft verið blaut, þótt veðr sé gott«.
Pannig virðast þeir nafnarnir báðir hafa litið eins á hinn verklega um-
búnað lögrjettu, og sömuleiðis það, hvar á Völlunum hún hafi verið.
Jeg hefi verið þeim samdóma um það, að lögrjettupallarnir hafi verið
úr timbri, en hitt hefir mjer aldrei þótt líklegt, að nokkur, sízt veru-
lega mikil, upphækkun hafi verið undir þeim eða innan þeirra; það
ákvæði, að menn megi ekki standa upp at lögréttu, nema þegar þeir
taka til máls eða sjeu yztir þeirra, er þar eru konmir, bendir einnig
á hið sama, eins -og hver maður getur gert sjer hugmynd um. —
Hafi lögrjetta verið þar, sem jeg ætla helzt, hefir verið bezt fyrir áheyr-
endur að vera á hraunjaðrinum þar norðan- og austan-við, beggja
vegna við mynnið á Brennugjá, en annars úti á völlunum vestan- og
sunnan-við lögrjettu.
Þótt ekki komi það við þessu máli mínu um lögberg og lögrjettu,
vil jeg bæta hjer við fáeinum athugasemdum um það, sem sjera Guð-
mundur segir viðv. miklum búðaleifum í Þingvallatúni, auk þeirra, sem
eru á Byskupshólunum. Segir hann, að á Þingvallatúni sjeu »miklar
búðaleifar, sem enn hafa ekkert verið rannsakaðar.« Nefnir hann síðan,
»greinilegar leifar eftir allstóra búð« í mýrinni sunnan við kirkjugarðinn
og »hleðslur, að minnsta kosti eftir tvö stór hús,« á svo-nefndu Miðmunda-
túni. Þessu viðvíkjandi tel jeg raunar mætti nægja að vísa til þess, sem
sagt er á bls. 58 í Árb. 1921—22 og uppdrátta þeirra, sem þar eru
nefndir, en einkum til bls. 60 s. st., þar sem er sjerstaklega rætt um
þetta, sem sjera Guðmundur nefnir; það er allt kunnugt áður. En
mjög er vafasamt, hvort hjer sje eingöngu eða jafnvel yfirleitt um búð-
aleifar að ræða, þar sem leifar einhverra gamalla mannvirkja sjást. Vart
mun nokkur maður í fornöld, sá er búð byggði á þingstaðnum, hafa
Ieyft sjer eða haft nokkurt leyfi til að byggja hana í túni þess, er bjó
á jörðinni, sízt þar sem þinghaldið fór ætíð fram rjett fyrir túnasláttinn1).
1) Sbr. einnig orð Einars prófasts Einarsens í Stafholti 22. sept. 1863: »Ekki hefi
eg heyrt þess getið, að nokkrum búðum (í túninu) hafi þá (1790—91) verið eytt; og