Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 62
60 nú sést votta fyrir (D: þar) er efalaust leifar af hieðslu þeirri eða upp- liækkun, sem hefir verið hlaðin undir bekkina«. En ekki hefir sú upphækkun verið mikið mannvirki; aldrei hef jeg getað sjeð hana (sbr. Árb. 1921-22, bls. 77, aths. 2 nmáls.). En Sigurður Vigfússon segir berum orðuni (í Árb. 1880-81, bls. 26); »Undir lögréttunni hefir hlotið að vera nokkur upphækkun, og hygg eg, að menn hafi setið á tré- bekkjum, því að það er óhugsandi, að hér hafi verið torfpallar, og að hinir skrautbúnu höfðingjar landsins hafi setið á torflmausum, því að, eins og vér vitum, getr jörðin oft verið blaut, þótt veðr sé gott«. Pannig virðast þeir nafnarnir báðir hafa litið eins á hinn verklega um- búnað lögrjettu, og sömuleiðis það, hvar á Völlunum hún hafi verið. Jeg hefi verið þeim samdóma um það, að lögrjettupallarnir hafi verið úr timbri, en hitt hefir mjer aldrei þótt líklegt, að nokkur, sízt veru- lega mikil, upphækkun hafi verið undir þeim eða innan þeirra; það ákvæði, að menn megi ekki standa upp at lögréttu, nema þegar þeir taka til máls eða sjeu yztir þeirra, er þar eru konmir, bendir einnig á hið sama, eins -og hver maður getur gert sjer hugmynd um. — Hafi lögrjetta verið þar, sem jeg ætla helzt, hefir verið bezt fyrir áheyr- endur að vera á hraunjaðrinum þar norðan- og austan-við, beggja vegna við mynnið á Brennugjá, en annars úti á völlunum vestan- og sunnan-við lögrjettu. Þótt ekki komi það við þessu máli mínu um lögberg og lögrjettu, vil jeg bæta hjer við fáeinum athugasemdum um það, sem sjera Guð- mundur segir viðv. miklum búðaleifum í Þingvallatúni, auk þeirra, sem eru á Byskupshólunum. Segir hann, að á Þingvallatúni sjeu »miklar búðaleifar, sem enn hafa ekkert verið rannsakaðar.« Nefnir hann síðan, »greinilegar leifar eftir allstóra búð« í mýrinni sunnan við kirkjugarðinn og »hleðslur, að minnsta kosti eftir tvö stór hús,« á svo-nefndu Miðmunda- túni. Þessu viðvíkjandi tel jeg raunar mætti nægja að vísa til þess, sem sagt er á bls. 58 í Árb. 1921—22 og uppdrátta þeirra, sem þar eru nefndir, en einkum til bls. 60 s. st., þar sem er sjerstaklega rætt um þetta, sem sjera Guðmundur nefnir; það er allt kunnugt áður. En mjög er vafasamt, hvort hjer sje eingöngu eða jafnvel yfirleitt um búð- aleifar að ræða, þar sem leifar einhverra gamalla mannvirkja sjást. Vart mun nokkur maður í fornöld, sá er búð byggði á þingstaðnum, hafa Ieyft sjer eða haft nokkurt leyfi til að byggja hana í túni þess, er bjó á jörðinni, sízt þar sem þinghaldið fór ætíð fram rjett fyrir túnasláttinn1). 1) Sbr. einnig orð Einars prófasts Einarsens í Stafholti 22. sept. 1863: »Ekki hefi eg heyrt þess getið, að nokkrum búðum (í túninu) hafi þá (1790—91) verið eytt; og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.