Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 64
62
Etí sted kaldis Koppewoge«. Hefði þetta skipunarbrjef konungs varla
verið gefið út, sízt þannig orðað, hefði þá verið nýlega búið að flytja
lögrjettu af hinum óhentuga stað á hólmanum, sem eyddur var af
vatnagangi. En að öðru leyti er brjef þetta sennilega komið til af þvi, að
nokkrum dögum áður, 30. marts, hafði konungur gefið út (nýtt) veit-
jngarbrjef til handa Jóhanni Bockholt höfuðsmanni. Hann hafði verið
hjer hirðstjóri síðan 1570 og hefur verið kunnugur öllum kringumstæð-
um, og, ef til vill, viljað komast hjá því, að þurfa að ferðast árlega
austur að Þingvöllum til þess að gegna þar nauðsynlegum alþingis-
störfum sínum. Hafa þessi ferðalög ekki heldur verið kosnaðarlaus
fyrir konung, og má vera, að sjeð hafi verið í það. Bockholt hefur
að líkindum getað frætt konung á því, að brjefi hans frá 1563 hefði
ekki verið sinnt, og myndi tilgangslaust að gefa út nýtt leyfisbrjef til
flutnings þingsins, og því hafi nú verið gefið út skipunarbrjef. En
nú voru aðrir lögmenn en verið höfðu 1560. Sunnan og austan var
Þórður Guðmundsson, sýslumaður í Borgarfirði, stórmenni mikið, en
norðan og vestan Jón Jónsson frá Svalbarði, sýslumaður í Skagafirði,
merkismaður, af höfðingjaættum, sem mátti sín mikils bæði innan lands
og utan; hann hafði verið kjörinn lögmaður á alþingi sumarið áður,
og gaf konungur út embættisbrjef hans sama daginn og skipunina
uni flutning alþingis að Kópavogi. Munu þeir Þórður og Jón engan
þátt hafa átt í þeirri ráðabreytni, enda varð ekkert úr henni. Þegar þeir
riðu á alþing, komu þeir ofan um Bláskógaheiði á Pingvöll. Munu
þeir hafa verið þess allsendis ófúsir, að taka sig upp þaðan næsta dag,
yfirgefa hinn fornhelga alþingisstað og halda áfram ferð sinni niður
fyrir heiði — og suður í Kópavog. — Nei; alþingi var ekki flutt af
Pingvelli í það sinn, hvorki til vogs nje víkur. P>að afreksverk beið
framkvæmda annara manna. — En hvernig fór með lögrjettn á þing-
staðnum á síðasta fjórðingi 16. aldarinnar?
Sigurður Björnsson lögmaður segir í lok hinnar alkunnu ritgerðar
sinnar, »Alþings catastasis eftir sögn fyrri manna«, sem hann skrifaði
árið 17001): «Wm tid Þordar Gudmundssonar og Jons Jonssonar Lög-
manna 1577: var Lógrettan færd í Þorgeirs Liösvetninga Goda budar-
topt, austan af Hölmanum sem Hirdstjöra bud ádur stöd og kalladur
er KagaHölme«. En í byrjun ritgerðarinnar stendur: »Par sem nu lóg-
rettan stendur Ao 1700 var bud Þorgeirs Ljösvetninga Goda«. Lög-
rjettan var eftir þessum orðum Sigurðar lögmanns á sama stað árið
1700, sem hún var færð á árið 1577 af hólma í ánni, er kallaðist
1) í bók, sem nú er í Ny Kgl. Saml., nr. 1281, fol. Prentuð í Árb. 1887, bls.
45-46.