Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 65
63
Kagahólmi; og á þessum stað var hún upp frá því, unz alþingishald
á Þingvelli var lagt niður1). Nú er gætandi að því, hvar sá hólmi var,
sem hirðstjórabúð hafði staðið í áður fyrri og kallaður var Kagahólmi
árið 1700, og í annan stað er athugandi, hvort það sje alveg víst, að
lögrjetta hafi verið færð árið 1577 af þeim hólma, sem Sigurður lög-
maður segir hana færða af þá. Sigurður Guðmundsson hefir álitið, að
hirðstjórabúð liafi staðið á syðri hluta aðalhólmans; var sá hluti hans
sjerstakur hólmi á síðustu öld og fram á þessa, sbr. uppdrátt hans2 3).
Er það sennilega rjett, að hún hafi verið reist í aðalhólmanum. Pað
mun einnig óefandi, að þessi hólmi hafi verið kallaður Kagahólmi
árið 1700. En hitt til jeg ekki víst, að kaginn hafi ekki staðið í öðrum
hólma áður, eða að ekki hafi annar hólmi kallazt Kagahólmi áður. Það
mun hvergi að finna upplýsingar um það, hvar kaginn hafi staðið, nje
heldur hve nær eða hve lengi. Eað er því einnig efamál, að lögrjetta
hafi verið færð af aðalhólmanum árið 1577, og að sumu leyti ótrúlegt.
Staður hennar þar hefur ekki getað verið eyddur af vatnagangi 1560;
getur ekki verið átt við aðalhólmann í konungsbrjefinu frá 1563, og
hefði hún verið færð þangað á næstu árum, hefði konungsbrjefið frá
1574 ekki verið orðað svo sem það er, jafnvel alls ekki verið gefið út.
En hefði hún verið færð eftir útgáfu |oess í aðalhólmann, hefði hún
sennilega ekki verið færð úr honum þegar árið 1577. Mjer þykir nú
líkast til, að hún liafi alls ekki verið færð neitt af sínum forna stað á
næstu árum eftir útgáfu konungsbrjefsins frá 1574, úr því að hún ekki
var færð samkvæmt því, — suður i Kópavog. Ekki er unnt að sjá það
af vitnisburði Svarts prests Arnasonar frá 1592, að lögrjetta sje þá á
öðrum stað en hún hafði verið á, er það gjörðist, í byrjun 16. aldar,
sem vitnisburðurinn er um. Hefði hún verið færð vestur-fyrir á 15 árum
áður, hefði Svartur prestur sennilega vikið einhvern veginn orðum að
því, hversu mjög öðruvís hefði háttað verið um lögrjettustaðinn, þegar
atburður sá, er hann segir frá, átti sjer stað, en var, er hann gaf vitnis-
burðinn. En að eins 2 árum síðar, árið 1594, hefir lögrjettan verið færð,
að því er skrifað stendur á spássíu í Jónsbókar-handriti einu frá því
um 1670;i): »Anno 1594 Samtoku aller þijngmenn Logrettuna ad færa
j annat platz vid Auxara.« Segir ekki hvaðan, en sýnilega kemur þetta
ekki alveg heim við það, sem stendur í katastasis Sigurðar lögmanns,
því að það var ekki fyr en alþingishald á Þingvelli lagðist niður, að
lögrjetta var færð af þeim stað, sem hann segir hana færða á árið 1577
1) Sbr. Árb. 1921-22, bls. 34, 75 og 77-80.
2) Aftanvið Alþst.; sbr. e. fr. Arb. 1921-22, bls. 107, og nppdráttinn þar frá 1922.
3) Ny kgl. Saml. 1265, fol. Sbr. Alþb. ísl., II., bls. 436.