Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 80
74 námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin. Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé samá og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðal- lega við eftirfarandi röksemdir: a. Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upp- haflega Ævarsskarð (dr. H. t>.) b. Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðuin (f 1879) kvað svo-kallaðar Evarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði. c. Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið. d. Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frá- sögn Landnámu (M. J.). Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagn- merkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Evarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að »Ævar bjó í Evarsskarði«. í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. í þriðja lagi er það ekkert inerkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer. Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Harald- ar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti...........þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr; unum. Hitt er annað mál, að Finni þótti ólíklegt, að nafnið Ævarsskarð (Evars- skarð) hefði breyzt í Vatnsskarð, eins og Hannes áleit; er þó tæplega synjandi fyrir, að það hafi getað átt sjer stað, er mönnum var orðin óljós hin upphaflega niynd og merking nafnsins. M. Þ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.