Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 82
76 verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Petta er fjarstaða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var he'r numið að mestu leyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá. Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefnd- ust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svart- árdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra- Vatnsskarð. Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Borkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógar- hlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Par var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli*. Par var vatu gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu. Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðar- hlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ým- ist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flútti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyr- nefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Avellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.