Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 84
78
sel, austast í skarðinu, og sjást þar talsverðar rústir« (Sama st., bls
37)
Petta sýnir, sem vitað er af sögum, að Laxárdalur var seljadalur
til forna, sem Langdælingar höfðu að meira eða minna leyti. Sjá t.
d. Hallfreðarsögu, kap. 9.
Enn kemur hér til merkileg upplýsing, sem styður það, ef ekki
sannar, að Ævar bjó í skarði því, er Bólstaðarhlíð stendur í.
Melabók segir, að landnám Ævars náði »ofan til Ævarsskarðs«.
M. J. telur, að þetta komi ágætlega heim við Litla-Vatnsskarð.
En það er þveröfugt. Pað getur að eins heimfærzt til hins forna
Ævarsskarðs.
Menn á Laxárdal segja, sem sé, ævinlega ofan til Bólstaðarhlíðar,
eða nákvæmar orðað: »o’n að Bólstaðarhlíð«, en hins vegar »út að«
Litla-Vatnsskarði. Veldur hér um, hve Laxárdalur er miklu hærri en
Ævarsskarð, og bratt niður þangað.
Og svo segir Landnáma beinum orðum, að Holti »nam Langadal
ofan frá Móbergi, ok bjó á Holtastöðuin«. Hér er, eins og vera ber,
rakið í öfuga átt, því landnám Holta lá niður dalinn út að Blönduósi.
Orðatiltækið því öfugt við landnám Ævars, er nam dalinn upp frá
Móbergi að Bólstaðarhlíð. Er sama málvenjan enn í dag, og má öllum
liggja þetta í augum uppi.
Landnáma segir um Véfröð, að hann kom út í Gönguskarðsárósi
»ok gekk norðan til föður síns«. Ekki kemur þetta síður heim við
Ævarsskarð en Litla-Vatnsskarð.
Véfröður gat komið margar leiðir að norðan til Bólstaðarhlíðar.
Fram Sæmundarhlíð og Reykjaskarð eða Stóra-Vatnsskarð. Eða um
Hryggi fram Víðidal og niður Pröngadal. Eða sömu leið um Hryggi
og Víðidal, en síðan vestur Litla-Vatnsskarð og frani Laxárdal. Eða
úr Laxárdal niður í Langadal og fram í Ævarsskarð. Sennilegast tel
ég, að hann hafi komið þá leiðinaj er ég nefndi næst-síðast, eða þá
hina fyrst-nefndu. Um það verður þó engu spáð. Ekkert af þessu
rekst á frásögnina, það eitt er víst.
Ég ber mikla virðing. fyrir hinuni fyr-nemdu fræðimönnum, en af
því, sem hér hefir sagt verið, hygg ég, að skýringar þeirra á nafninu
Ævarsskarð í Landnámu séu út í loftið.
Peir vildu festa Ævars-nafnið við Stóra- eða Litla-Vatnsskarð, sem
þó frá upphafi vega hafa borið nafn með rentu.
Ég festi nafnið við hið mikla og fagra skarð milli Langadals og
Svartárdals, sem um langa hríð hefir verið einkennilega nafnlaust. Hygg
ég, að þar hafi búið Ævar hinn gamli, þó bæjarrústir hans séu nú, ef
til vill, huldar skriðu og grasi grónar. En þar ætla ég, að honum hafi