Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 88
82 II. Það varðar ávallt miklu, hvort heimildarmaður einhverrar sagnar er merkur eða ómerkur til orða; og þá skiptir hitt ekki minna máli; hvort sögnin hefir Iifað sem munnmæli á tungu einnar kynslóðar eftir aðra, ef til vill í tvær eða þrjár aldir, unz hún var skrásett, því að allir vita, að slíkum sögnum má varlega treysta, án rannsóknar, þó að munnmæli á hinn bóginn geti haldizt furðulengi rétt í aðalatriðum.1) Pessi atriði langar mig fyrst til að athuga í samanburði við áður- greinda glæpasögn. Höfundur Oottskálksannáls er Gottskálk Jónsson, er lengi var prestur í Glaumbæjarþingum í Skagafirði. Hann var sonur Jóns sýslu- manns á Geitaskarði Einarssonar, Oddssonar, og Kristínar, dóttur Gottskálks biskups á Hólum Nikulássonar. Var Jón hennar seinni maður, og giftu þau sig 28. jan. 1515.2) í Sýslumannæfum (I., 477) eru talin fimm börn þeirra hjóna, Ólafur, Egill, Gottskálk, Kristín og Guðrún. Pó að Ólafur sé talinn þar fyrstur, var hann yngstur bræðranna, en Egill var þeirra elztur og Gottskálk annar í röðinni, og fæddist hann árið 1523, heldur en 1524, sem sjá má af skiptabréfi eftir föður hans 7. júní 1544,3) þar sem hann er nefndur »tvítugur mann«, og ber að skilja það svo, að hann hafi verið á 21. ári. Ýmislegt bendir á, að Gottskálk hafi verið mjög bráðþroska, og hinn efnilegasti þegar á barnsatdri. Hann var sjö ára gamall, þegar Jón biskup Arason gaf hinum unga manni Gottskálki Jónssyni, eins og það er orðað í gjafabréfinu — Kross- nes í Eyrarsveit. Hinn 23. jan. 1544 var hann útnefndur í sex manna dóm, og hlýtur þá að hafa verið vel tvítugur að aldri, því að vart munu yngri menn en tvítugir hafa gengt dómarastörfum. Bendir þetta frekast á það, að hann hafi verið fæddur seint á árinu 1523. Um sömu mundir hefir hann að líkindum orðið lögréttumaður, og kemur hann oft við dóma og aðra gjörninga eftir þetta. Árið 1546 var hann settur sýslumaður (»Kongs-umboðsmaður«) í Hegranesþingi,4) en hversu lengi hann hefir haft þann starfa á hendi, er óvíst. Um 1550 er Gottskálk orðinn prestur í Glaumbæ, og þjónaði þar til æfiloka, 1590. Pegar Daði Guðmundsson handtók Jón biskup og syni hans haustið 1550, og hafði þá í varðhaldi heima hjá sér í Snóksdal, fékk 1) Sbr. söguna um Hvalurð í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sjá Skírni 1936, bls. 133-150. 2) ísl. F.-brs. VIII., 543. 3) ísl. F.-brs. XI., 311. 4) Sbr. ísl. F.-brs. XI., 518. Þetta iiefir útgef. I. bindis Sýslu.-m.-æfa ekki vitað, og þess vegna vantar Qottskálk í sýslumanntal Skagafj.-sýslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.