Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 91
85 Örnefnin eru þá algeng orðin í daglegu máli, og eiga ekki rætur að rekja til ýktra munnmæla, heldur sannra viðburða. Fleiri annálaritarar minnast að vísu á þennan atburð, t. d. Gísli borkelsson í Setbergsannál, en bæði er Gísli fæddur heilli öld síðar en Björn á Skarðsá, og svo tekur hann þetta efni eftir Skarðsárannál, og bætir ekki öðru nýju efni við en því, að þessir »reyfarar hafi safnað að sér miklu grjóti í hellinn, þegar þeir misstu vopnanna, og vörðust með því heilan dag*.1) Gísli gat vitanlega haft þetta eftir Skagfirðingum, sem hafa verið við sjóróðra syðra (eða vestra), og vil ég ekki telja það »einungis uppspuna hans eða tilgátu«,2) því að fremur er það ólíklegt, að annálaritarar skáldi vísvitandi efni í annála sína. Petta gat því lifað í munnmælum, og er þó óvíst, að sé rétt hermt; en á hinn bóginn eru samt líkindi til þess, að ræningjarnir hafi reynt að verjast, og gripið það, sem var hendi næst, en það var einmitt grjótið, því að gnægð er af því í Þjófagili. Brandur Jónsson á Hofi á Höfðaströnd er talinn að hafa verið Iögmaður norðan og vestan frá 1452 til 1478. Björn á Skarðsá segir, að þingað hafi verið í máli þessa bófaflokks, og hefir það að öllum líkindum lent á Brandi lögmanni, að rannsaka mál þeirra. Hann var mesti valdsmaður, og án hans hefði varla verið ráðizt í slíkt stórvirki, sem aftökur þessar voru. Þá hefir sannazt, að einn þessara manna hefir verið tekinn nauðugur í félagsskapinn, og það hefir borgið lífi hans III. Nú skal ég taka það fram, að frásögnin um fyrgreindan atburð geymdist ekki einungis í áðurgreindum annálum, heldur lifir hún enn í skagfirzkum munnmælum, og þó með nokkrum breytingum frá hinu upprunalega, sem vonlegt er. Er aðal-munurinn sá, að nútíðar- sögnin — eins og gamlir menn sögðu mér — lætur stúlku, sem þjófarnir rændu, takast að sleppa frá þeim, flýja niður að Reynistað og hringja kirkjuklukkunum í dauðans ofboði. Við það varð uppi fótur og fit á klaustrinu, enda mátti varla tæpara standa, því að ræningjarnir söknuðu stúlkunnar, og kom sá fyrsti á Klausturbrekk- una, þegar heimamenn staðarins höfðu heyrt sögu stúlkunnar. Hófst þá eltingaleikur við rímingjana, sem endaði með því, að þeir náðust allir, enda fjölgaði byggðarmönnunum smátt og smátt í eftirförinni. Að öðru leyti ber munnmælunum saman við rituðu frásögnina. Um örnefnin er það að segja, að flest þeirra eru alkunn enn í dag. Þjófagil er vestan í Staðaröxl syðst. Er það djúpt neðst; liggur fyrst 1) Ann. Bókm.-fél. IV., 46. 2) Sbr. sama rit neðanmáls, bls. 46.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.