Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 92
86 til austurs í fjallið, en beygir svo til norðausturs og loks til norðurs og endar uppi á fjallinu í grunnu dragi. Hellirinn er fyrir löngu horfinn í aur og urð, því að djúpar lausagrjóts-skriður eru beggja- megin í gilinu. Það sagði mér Jón Jónsson hreppstjóri á Hafsteins- stöðum (d. 1939), að sézt hefði óglöggt fyrir hellismunnanum að austanverðu í gilinu nokkuð fyrir norðan beygjuna, þegar hann var unglingur, og sér hefðu sagt elztu menn þá (um 1860), að í sínu ungdæmi hefðu þeir oft komið að hellinum, sem þá var vel kunnur, á fyrri hluta síðustu aldar. Gálgagarður var suður á Reynistaðartúni, eins og Björn á Skarðsá segir. t>að örnefni hefir breytzt í Gálgahús, því að þar stóð fjárhús svo lengi, sem elztu menn til mundu. Stóð húsið á hól, sem kallaður var Gálgahúshóll. Fyrir nokkrum árum lét núverandi ábúandi Reyni- staðar rífa húsið og slétta þar í kring, en lét standa eftir nokkuð af hólnum, sem nú er nefndur Gálgahóll. Áin, sem um getur í sögunni, er Staðará, og sunnan við hana er Dysjagil, sem er djúpt, en örstutt, sandgil og nær suður með Holtsmúlatúni að vestan. Vestan við gilið er há og brött sandbrekka, er snýr móti norðri, og þar uppi hafa fundizt uppblásin mannabein, skammt fyrir vestan gilið. Er það nú í almæli, að þar hafi dysjarnar verið, en það virðist koma í bága við frásögn Björns, sem beinlínis segir, að þjófarnir hafi verið dysjaðir í gilinu. Verður að telja það réttara en hitt, sem nú er sagt. Þrátt fyrir það getur verið um gamla dys að ræða þar uppi, því að fleiri sakamenn hafa að öllum líkindum verið dysjaðir sunnan við ána en Þjófagils-ræningjarnir, þar sem Reynistaður hefir í margar aldir verið þingstaður og aftökur fóru stundum fram á slíkum stöðum. Að lokum vil ég benda á það, að mjög litlar líkur eru fyrir því, að þjófaflokkurinn hafi búið lengi í hellinum. Fyrst og fremst má telja víst, að í snjóavetrum fyllist gilið af fönn, að miklu leyti, og í öðru lagi er að eins rösklega klukkustundar-ferð niður í byggðina, sem er austan við fjallið (Staðaröxl). Þarna eru og gömul heimalönd frá Reynistað og Hafsteinsstöðum, sem hafa verið smöluð haust og vor, og auk þess lá hinn forni selvegur frá Reynistað að Staðarseli, sem er vestur í fjöllunum, hjá Þjófagili neðst, svo að telja má ómögu- legt að dyljast til lengdar í gilinu. Það er einmitt mjög sennilegt, að smalinn á Reynistað hafi fyrstur fundið fylgsni þeirra, og sagt frá því, og hann verið valinn til þess að ná frá þeim vopnunum. Verður því að líta svo á, að þetta hafi allt gerzt á sama sumri: Stofnun þessa óaldarflokks, útilega þeirra og aftaka. Margeir Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.