Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 98
92
í neðanmálsgrein á bls. 87 hefir verið frá því skýrt, að þrjár vetr-
ardagleiðir séu milli Heydala í Breiðdal og Hrafnkelsstaða í Fljótsdal.
Milli Valþjófsstaðar og Njarðvíkur eru einnig þrjár dagleiðir. Á
þessari leið hafa þeir Flosi gist á tveimur bæjum, t. d. á Egilsstöðum
eða í nágrenni við þá, og á öðrum í Hjaltastaðaþinghá, t. d. Kóreks-
stöðum. Pá er sömuleiðis þriggja daga ferð úr Njarðvík að Hofi í
Vopnafirði — yfir Qönguskörð, Hróarstungu og Smjörvatnsheiði —,
og er sú síðasta löng og erfið, yfir Smjörvatnsheiði, sem talin er
þingmannaleið, ca. 37V2. km. Gistingastaðir á þessari leið eru líkleg-
astir Kóreksstaðir og Fossvellir í Jökulsárhlíð. Frá þeim bæ er lagt
upp á heiðina.
Frá Krossavík í Vopnafirði að Bessastöðum í Fljótsdal er varla
minna en fjórar dagleiðir, hvort sem farið er yfir Smjörvatnsheiði og
Hróarstungu, og svo inn Fellin, inn í Fljótsdalinn, eða Tungu- og
Jökuldals-heiði, t. d. að Hákonarstöðum á Jökuldal, og þaðan yfir
Fljótsheiði að Bessastöðum.
Á þessum þremur löngu leiðum, er nú liafa verið nefndar, eru
hvergi tilfærðar dagleiðir eða gistingarstaðir í ferðasögu Flosa, nema
aðeins hjá höfðingjunum, er liann leitaði til um liðsbón, og er þar
með algjör/ega brugðið frá þeirri reglu, sem fylgt er í fyrri hluta
ferðasögunnar, þ. e. frá Svínafelli austur í Heydali.
Bendir þetta alveg ótvírætt til þess, að sá, er ferðasöguna ritaði,
hafi hvorki þekkt vegalengdir eða bæjanöfn í þessum byggðarlögum.
t>að verður að teljast með öllu ósennilegt, að Austfirðingur
hefði hætt við að segja ítarlega frá ferðinni, einmitt þegar komið var
í hans eigin héruð.
Næst er þá að taka til athugunar það, sem hver kunnugur
maður þar eystra hlýtur að taka eftir, en það er það, hvernig Flosi
er látinn ferðast milli þeirra bæja, sem hann kom á.
Frá Hrafnkelsstöðum, sem eru suðaustan Lagarfljóts, er hann
látinn fara yfir Lagarfljót að Bessastöðum, sem standa norðvestan
Fljótsins, gegnt Hrafnkelsstöðum, og svo þaðan inn að Valþjófsstað,
sem er góð bæjarleið, 6—7. km. og alveg þveit úr leið, þegar
ferðinni var heitið norðaustur í Njarðvík, sem er nokkru fyrir suð-
austan Héraðsflóa.
Það getur enginn vafi leikið á því, að kunnugur maður, hefði
látið Flosa ferðast alveg gagnstætt þessu. Hann hefði látið Flosa fara
frá Hrafnkelsstöðum inn dalinn sama megin, og inn undir Víðivelli
(ytri), og þar yfir Kelduá og Jökulsá, sem renna í og mynda Lagar-
fljót, — og á þessum tíma árs er ekki hægt að gjöra ráð fyrir öðru,
en að þær ár, og yfirleitt öll vatnsföll, er frosið geta vegna straums, hafi