Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 100
94 (Sjá meðfylgjandi uppdrátt). Út yfir tekur þó, hvernig Flosi er látinn ferðast, er hann fer frá Njarðvík norður í Vopnafjörð. Er sú leið, er komið er yfir Gönguskörð, — inn Hjaltastaðaþinghá — yfir Hróars- tungu og Smjörvatnsheiði — Hof í Vopnafirði — Krossavík. En kunnugur maður hefði vafalaust látið Flosa fara alveg gagnstætt þessu. Er Flosi var kominn yfir Gönguskörð og að Unaós, hefði hann látið leið hans liggja þvert yfir sléttlendið fyrir botni Héraðsflóans og yfir að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, þaðan svo yfir Hellisheiði, seni er að- eins ca. 13. km. löng eða ríflega einn þriðji af vegalengdinni yfir Smjörvatnsheiði, og yfir 200 metrum lægri —, og ofan að Eyvindar- stöðum í Böðvarsdal, þaðan svo að Krossavík, og svo inn að Hofi í Vopnafirði, (sjá meðfylgjandi uppdrátt), sem er þá alveg í leiðinni frá Krossavík, hvort sem farin er Smjörvatnsheiði eða Tunguheiði suður í Jökuldal. Pessi leið úr Njarðvík til bæjanna tveggja í Vopna- firði (Krossavíkur og Hofs) er ekki aðeins miklu eðlilegri og að öllu sjálfsagðari, heldur einnig að miklum mun styttri. Þetta þrennt, sem nú hefur verið talið: / fyrsta lagi, að alveg er hætt í ferðasögu Flosa að tilgreina dagleiðir og gistingastaði (nema hjá höfðingjunum, er hann leitaði liðsbónar hjá) eftir að komið er austur í Breiðdal; í öðru lagi, hvernig liann er látinn fara milli bæjanna þriggja í Fljótsdalnum; og í þriðja lagi, hvaða leið hann er látinn fara milli Njarðvíkur og Vopnafjarðar, — að því við bættu, að hann er látinn fara fyrir »neðan Lagarfljót« alla leið frá Valþjófsstað í Njarðvík, að því, er virðist, af því að Njarðvík er þeim megin við Fljótið, — talar eins skýru máli og þörf er á um það, að sá, er ritað hefir þetta í Njálu, hefir aldrei stigið fæti sínum austur fyrir Breiðdalsheiði1.) Hann hefir fengið bæjanöfnin hjá manni af Austurlandi — nema hann hafi haft þau 1) Reynt hefur verið að líkja saman þessu ferðalagi Flosa og ferð lians til alþingis eftir víg Höskulds Hvítanesgoða; því í þeirri ferð sé liætt einnig að greina frá dagleiðuni og gistingarst'öðum eftir að sleppir Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. Hér er þó ólíku saman að jafna. Austurförina fer Flosi um hávetur, og því var hann tilneyddur að gista æfinlega á bæjum. Hina ferðina fer hann um hávorið, og hefir þá legið úti um nætur — sem enn tíðkast —, nema þegar hann gisti hjá vinum sínum, enda er þess beinlínis getið í Njálu í 136. kap. (útg. Sig. Kr.), að Flosi og aðrir brennumenn hafi sofið um nótt við Pjórsá á alþingisreið. Þá hefir og verið reynt að afsaka krókaleiðir Flosa á Austurlandi með því, að Ounnar á Hlíðarenda hafi farið krókótta leið til engja sinna í Eyjum (Móeiðarhvolseyjum). Hér er sá regin-munur á — sem flestum er vafalaust Ijós, — að Flosi fer sína króka, þegar allt má fara beint af augum af því að jörðin er frosin, en Gunnar fer sinn krók til og frá engjunum um hásumar, af því að beinni leiðin lá yfir ófærar fúamýrar og grafskurði. Allar krókaleiðir Flosa um Austurland, gangandi um hávetur, er ekki unnt að skýra með öðru en ókunnugleika. A.J.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.