Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 103
97
einnig verið hjá forfeðrum Gunnars, og er líklegast, að Gunnar
Baugsson, afi hans, sem bjó á harðlendisjörðinni Gunnarsholti og
átti Hrafnhildi Stórólfsdóttur, sonardóttur Ketils hængs, landnáms-
manns, að Hrafntóftum (sbr. Landnámabók og Egilssögu, 23. kap.),
hafi haldið jörðina, Hrafntóftir, eða að minnsta kosti átt ítak þar,
og þeir feðgar, Gunnar Baugsson og Hámundur, hafi notað sjer það
einnig eftir að þeir höfðu ráðist aftur í Hlíðina (sbr. Lnb.). Hrafn-
tóftaeyjar eru í Rangá ytri (eins og Gunnarsholtsey); þær eru 2,
og gefur hin meiri þeirra af sjer um 200 hesta af heyi.
Austan (eða sunnan) Rangár eystri er ekkert vígi nálægt Þor-
geirsvaði og hefur aldrei verið, enda er vaðið alls ekki þar á ánni,
sem vegurinn liggur að henni. Jafn-andstætt væri að halda því
fram að Gunnar hafi ætlað út yfir ána þar, en snúið af þeirri leið
og látið fyrirsátarmenn elta sig að Þorgeirsvaði og barizt við þá
þar vestan (norðan) ár; slíkt tekur engu tali; með því hefði Gunnar
beinlínis flúið af veginum sunnan ár talsverðan krók og allt þar
til, er hann kom norður (vestur) yfir ána. En ofan-við Þorgeirsvarð
hefur norðan (vestan) ár sýnilega verið vígi á móbergs-klöppunum,
sem áin rann undir og gróf ætíð til hylja fram undir síðustu alda-
mót; aðeins þar hefur vígi verið til. f hverjum stórvexti skolaði áin
öllum jarðvegi, þeim, er næstur henni var, af þessum móbergsklöpp-
um. Þær virtust vera þjettar og harðar, meðan vatnið lá að eins að
þeim, og vann það þá jafnan lítið á þeim. Þar voru einkar fallegir
tangar tveir, sjerstaklega annar þeirra, næst vaðinu; þeir voru ná-
lægt 2 föðmum að lengd, en tæplega það að breidd, og voru hylir
undir þeim á þrjá vegu. Þessir tangar voru lárjettir að ofan og
mjög hentugir sem vörn og vígi. En án þess að njóta góðs vígis
hefðu þeir Gunnar alls ekki getað varizt. Eftir það, að áin fjell frá
þessum klöppum og tók að renna miklu vestar en áður, hefur straum-
þungi Teitsvatnanna einna ekki haft kraft til að hrinda mölinni frá
þeim; hylirnir hafa því fyllzt af möl, og hinar dökku, sleiktu klappir,
svo sem áður voru þær, hafa fengið á sig ljósleitan og losaralegan
blæ, veðrazt allar og eru með blástursflögum og mulningi, orðið alveg
óþekkjanlegar eins og órfokið land þar sem verið hefur áður þykkur
jarðvegur.
Keldum, 21. maí 1941.
Sk. G.
7