Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 103
97 einnig verið hjá forfeðrum Gunnars, og er líklegast, að Gunnar Baugsson, afi hans, sem bjó á harðlendisjörðinni Gunnarsholti og átti Hrafnhildi Stórólfsdóttur, sonardóttur Ketils hængs, landnáms- manns, að Hrafntóftum (sbr. Landnámabók og Egilssögu, 23. kap.), hafi haldið jörðina, Hrafntóftir, eða að minnsta kosti átt ítak þar, og þeir feðgar, Gunnar Baugsson og Hámundur, hafi notað sjer það einnig eftir að þeir höfðu ráðist aftur í Hlíðina (sbr. Lnb.). Hrafn- tóftaeyjar eru í Rangá ytri (eins og Gunnarsholtsey); þær eru 2, og gefur hin meiri þeirra af sjer um 200 hesta af heyi. Austan (eða sunnan) Rangár eystri er ekkert vígi nálægt Þor- geirsvaði og hefur aldrei verið, enda er vaðið alls ekki þar á ánni, sem vegurinn liggur að henni. Jafn-andstætt væri að halda því fram að Gunnar hafi ætlað út yfir ána þar, en snúið af þeirri leið og látið fyrirsátarmenn elta sig að Þorgeirsvaði og barizt við þá þar vestan (norðan) ár; slíkt tekur engu tali; með því hefði Gunnar beinlínis flúið af veginum sunnan ár talsverðan krók og allt þar til, er hann kom norður (vestur) yfir ána. En ofan-við Þorgeirsvarð hefur norðan (vestan) ár sýnilega verið vígi á móbergs-klöppunum, sem áin rann undir og gróf ætíð til hylja fram undir síðustu alda- mót; aðeins þar hefur vígi verið til. f hverjum stórvexti skolaði áin öllum jarðvegi, þeim, er næstur henni var, af þessum móbergsklöpp- um. Þær virtust vera þjettar og harðar, meðan vatnið lá að eins að þeim, og vann það þá jafnan lítið á þeim. Þar voru einkar fallegir tangar tveir, sjerstaklega annar þeirra, næst vaðinu; þeir voru ná- lægt 2 föðmum að lengd, en tæplega það að breidd, og voru hylir undir þeim á þrjá vegu. Þessir tangar voru lárjettir að ofan og mjög hentugir sem vörn og vígi. En án þess að njóta góðs vígis hefðu þeir Gunnar alls ekki getað varizt. Eftir það, að áin fjell frá þessum klöppum og tók að renna miklu vestar en áður, hefur straum- þungi Teitsvatnanna einna ekki haft kraft til að hrinda mölinni frá þeim; hylirnir hafa því fyllzt af möl, og hinar dökku, sleiktu klappir, svo sem áður voru þær, hafa fengið á sig ljósleitan og losaralegan blæ, veðrazt allar og eru með blástursflögum og mulningi, orðið alveg óþekkjanlegar eins og órfokið land þar sem verið hefur áður þykkur jarðvegur. Keldum, 21. maí 1941. Sk. G. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.