Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 108
102 færslur og margs konar spjöll og afbakanir í máli voru eru ávextir af niðurlægingar-æviárum þjóðar vorrar. Og sorglegt er að vita til þess, hversu oss lærist seint (þrátt fyrir alla skólana) að laga misfellurnar og málfar vort allt: stafsetning, framburð og orðaval. Þjórsárdals-nafnið gat aldrei með réttu, vegna landslagsins, náð lengra niður með Þjórsá en að Þverá. Takmörk dalsins við Þjórsá eru glögg og auðsæ neðan-frá og af almannaleiðum, þar sem eru hæstu fjöllin, Búrfell að austan og Hagafjall að vestan- verðu. Svo lengi sem menn vita, hefir Hagi líka verið talinn fremsti (neðsti) bær í Þjórsárdal. Var það og enn eðlilegra í upp- hafi, meðan bærinn stóð þar, sem Búrfell blasti við; var graf- in þar út stór skálatótt m. m. sumarið 1939. Bær sá hefir verið settur við fegurstu brekkurnar (Líknarbrekkur) í Hagafjalli, á austurbakka lítils lækjar. En lækurinn minkaði og hvarf, eftir að skógur, graslendi og jarðvegur þvarr, uppi á fjallinu. Vegna þess hefir bærinn verið fluttur vestur fyrir allmikinn ás, að læk, sem þar er sírennandi. Enginn maður þekkist svo líklegur sem Hjalti Skeggjason, til þess, að hafa byggt fyrstu (og einu) kirkjuna í Þjórsárdal. — Árið 1000 flutti hann — með Gissuri hvíta — konungsviðinn í fyrstu kirkjuna í Vestmannaeyjum. Hann var þá og manna lík- legastur til þess, að afla viðar í eigin kirkju, svo ant sem honum var um kristnitökuna. Og hvar annars staðar mundi hann setja kirkju sína en á einka-heimili sínu? Fyr og síðar hafa fundizt (og nú fyrir fáum árum fann eg) nokkrar agnir af blýi á Skelja- stöðum, þar sem kirkjan stóð. Styður það sannindi þeirrar sagnar, að kirkjan hafi verið þakin blýi. Og gerðu svo fleiri stórhöfðingj- ar. Uppgröftur alls kirkjugarðsins á Skeljastöðum 1939 virðist sanna það fullkomlega, að þarna hafi verið í fornöld lítil timbur- kirkja, og ekki jarðsett við hana fleiri en um 60 lík. Það er því auðsætt, að í kirkjusókn, máske með allt að 20 bæjum (eða meira í fyrstu?), hefir ekki verið jarðsett þar, eða kirkjan staðið, um langan aldur. Vafasamt lengur en um nokkra tugi ára, eða eina öld í mesta lagi, með því líka, að vel mátti jarða þar nokkur lík eftir að kirkjan var orðin óstæðileg, eða flutt þaðan(?), sökum eyðileggingar í dalnum. Má vel vera, að eyðing dalsins hafi byrjað eigi síðar en í fyrsta gosi Heklu, sem árfært er 1104. Um bústað Hjalta Skeggjasonar, að Núpi, sem Jón Egilsson telur, vil eg varpa fram tveimur getgátum, til athugunar. 1. Bærinn Skeljastaðir í Þjórsárdal, sem munnmælin telja bú- stað Hjalta, hefir staðið undir háum núp í Skeljafelli. Það er því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.