Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 111
105
son, dr. Páll E. Ólason og Ólafur Lárusson. Voru þeir allir endur-
kosnir.
Að lokum skýrði formaður frá örnefnasöfnun fjelagsins á árinu.
Urðu síðan nokkrar umræður um það mál, og m. a. skýrði Steinn
Dofri frá nokkrum athugunum, sem hann hafði gert á fornbýlum í
Borgarfirði, og Bergsteinn Kristjánsson sagði frá örnefnasöfnun í
Rangárþingi.
Guðvaldur Jónsson spurðist fyrir um, hvað liði útgáfu ritgerða
um rannsóknirnar í Þjórsárdal 1939, og svaraði formaður þeirri
fyrirspurn; kvað vera í ráði, að gefin yrði út í Svíþjóð bók um þær
fornleifarannsóknir, sem gerðar hefðu verið bæði í Þjórsárdal og
Borgarfirði sumarið 1939.
Fleira var ekki gjört. Var fundargerð lesin upp og samþykkt, og
að því búnu sagði formaður fundi slitið.
II. Aðalfundur 1942.
Hann var háður í kirkjusal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 18.
desember og hófst skömmu eftir kl. 5 síðdegis. Setti formaður fund-
inn og bað Benedikt Sveinsson vera fundarritara, þar eð ritari og
vararitari gátu ekki komið.
Formaður minntist þess, að látizt hefðu á árinu tveir ævifjelagar,
þeir læknarnir
Jón Jónsson og
Magnús Júl. Magnús,
og enn fremur tveir ársfjelagar, þeir
Hjörtur Björnsson, myndskeri, og
Sigurgeir Friðriksson, bókavörður.
Fundarmenn risu úr sætum sínum til virðingar minningu þess-
ara fjelagsmanna.
Þá lýsti formaður því, að 11 nýir fjelagsmenn hefðu sagzt í lög
fjelagsins á árinu, 4 sem ævifjelagar og 7 sem ársfjelagar.
Formaður flutti síðan skýrslu um hag fjelagsins og lagði fram
samþykktan og endurskoðaðan reikning þess fyrir árið 1941.
Sökum mikils annríkis í prentsmiðju þeirri, er prentar árbók fje-
lagsins, hefði henni ekki orðið lokið, enda hefðu árbækur áranna
1941 og 1942 verið sameinaðar. Kvað formaður þær myndu væntan-
lega geta komið út snemma á næsta ári.
Þá var rætt um hækkun árstillags vegna stórum aukins kostnaðar
við útgáfu árbókanna. Var samþykkt að fara þess á leit við fjelags-