Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 12

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 12
12 það rjetta einkenni þess, að kristinn maður sje í náð hjá Guði, sje það, að þó hann syndgi — það gjðra all- ir margfaldlega, — ef hann iðrast einlæglega syndarinn- ar, <?/hann trúir á það evangelium, sem honum er fram boðið í náðarmeðölunum ; ef hann endurnýjar hlýðni sína, og byrjar baráttuna á ný, — þá geti hann trúað, að hann sje í náð hjá Guði. Tíundi kaflinn er um náðarmeðölin, og er hann ljóslega framsettur með fám orðum. Ellefti kaflinn er um kirkjuna. Hefði jeg kosið, að hann hefði staðið annaðhvort í fyrsta kafla, eða á undan náðarverkum heilags anda. í 153.gr. er sagt, að kirkjan ali oss upp og næri með Guðs heil. orði. En elur hún oss ekki líka og nærir með þeim heilögu sakramentum ? Tólfti lcaflinn er um dauðann, dómsdag og annað lif, og er liann ljóslega framsettur í fám orðum. Síð'ari partnrinn er siðalœrdómur. Er hann í 6 köflum og tæp 17 blöð. Eins og við er að búast í svo stuttu máli, er siðalærdómurinn engin heild útaf fyrir sig, heldur að eins stuttlega framsett, hvað hver kristinn maður á að varast, og hvers hann á að gæta. Fyrsti kafli siðalærdómsins er um dæmi Krists, og hinn annar um dyggð og skyldu. Jeg veit ekki, hvort það gefur barninu ljósari hugmynd um grundvöll siða- lærdómsins, að aðgreina þetta. Vilja Guðs, sem hann hefir opinberað oss, köllum vjer lögmál, þegar vjer skoðum hann frá Guðs hálfu, en skyldu, þegar vjer miðum hann við sjálfa oss. Dyggðin er fullkomnun í því að gæta skyldunnar, dugur í því, að styðja að því, að Guðs ríki komi, að ná því æðsta góða. Kristur er fullkomnun lögmálsins; hann hefir fullnægt þvf í vorn stað, og oss til fyrirmyndar. Hann er sá eini, sem full- nægði Guðs lögmáli, ekki eins og það væri ok eða

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.